Erlent

Full­trúum Níkaragva meinað að sækja inn­setningar­at­höfn Bol­sonaro

Atli Ísleifsson skrifar
Jair Bolsonaro tekur við embætti forseta Brasilíu um áramót.
Jair Bolsonaro tekur við embætti forseta Brasilíu um áramót. Getty/bloomberg
Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu, hefur meinað öllum fulltrúum stjórnvalda í Níkaragva að sækja athöfnina á nýársdag þar sen hann mun sverja embættiseið. Reiknað er með að fulltrúa fjölda ríkja verði viðstaddir athfönina.

Ernesto Araujo, verðandi utanríkisráðherra Brasilíu, greindi frá ákvörðun Bolsonaro á Twitter fyrr í dag. Ástæðan er sögð brot stjórnar Daniel Ortega, forseta Níkaragva, gegn eigin borgurum. Embættistöku Bolsonaro á nýársdag sé ætlað að marka upphaf stjórnar sem „stendur vörð um frelsið“.

Pólitískum ofsóknum og ofbeldisbrotum hefur mikið fjölgað í Níkaragva samfara fjölgandi mótmælaaðgerðum í landinu. Mannréttindasamtök áætla að 320 manns hið minnsta hafi látið lífið í mótmælum síðan í apríl.

Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro hefur nú þegar meinað fulltrúum ríkisstjórna í Kúbu og Venesúela að sækja innsetningarathöfnina. Muni hann beita öllum brögðum „innan valdsviðs lýðræðisins“ við að vinna gegn stjórnunum í umræddum löndum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.