Enski boltinn

Klopp: Vil ekki hugsa um framtíðina

Dagur Lárusson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki vera viss hvar hann mun vera að þjálfa eftir 2022 en þá rennur samningur hans við Liverpool út.

 

Klopp er nú þegar orðin hetja í augum Liverpool stuðningsmanna þrátt fyrir að hafa ekki enn unnið titil en hann viðurkennir að hann veit ekki hvar framtíð hans liggur.

 

„Ég vil eiginlega ekki hugsa svo langt. Ef þú skrifar eitthvað niður um það núna þá mun fullt af fólki byrja að tala um það. Það er allt í góðu eins og er, en fólk er þó ennþá að nefna það að ég hafi ekki ennþá unnið neitt,“ sagði Klopp.

 

„Ég hef ekki unnið neitt og það er hluti af sannleiknaum, en við verðum samt ekki að tala um það sem gerist eftir 2022, það er svo langt í burtu, ég vil ekki pæla í því.“

 

„Í sumar mun fullt af fólki segja að það sé kominn tími á að ég fari ef við vinnum eitthvað því við munum aldrei vinna neitt aftur. Síðan mun vera aðrir sem segja að ég þurfi að fara ef við vinnum ekkert.“

 

„Þannig svo lengi sem við njótum vegferðarinnar á þessari stundu, og þá meina ég eigendurnir, leikmennirnir og stuðningsmennir, ef allir eru sáttir þá þurfum við ekki að hugsa um þetta.“  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×