Erlent

Herlög afnumin í Úkraínu

Sylvía Hall skrifar
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu.
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu. AP/Mykhailo Markiv
Herlög hafa verið afnumin í Úkraínu en þau hafa verið í gildi síðustu 30 daga. Lögin voru sett í 10 af 27 héruðum landsins við strendur Svartahafsins að beiðni forsetans Petro Poroshenko eftir að Rússar tóku þrjú úkraínsk skip með hervaldi nálægt Kersh-sundi.

Með lögunum voru ákvæði laga og stjórnarskrár, einkum um persónu-og eignaréttindi, afnumin tímabundið. Á meðan herlögin voru í gildi gátu stjórnvöld ritskoðað fjölmiðla og gripið inn í mótmælafundi. 

Poroshenko hafði gefið það út fyrr í mánuðinum að ekki stæði til að framlengja gildistíma þeirra nema stór árás kæmi frá Rússum á þeim tíma en ekki kom til þess. 


Tengdar fréttir

Segir herlögin þjóna hagsmunum Kremlverja

Úkraínskur blaðamaður telur herlögin sem sett voru í Úkraínu í liðinni viku koma til með að grafa undan lýðræðislegum stofnunum þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×