Enski boltinn

Gylfi sló met Eiðs Smára og Heiðars Helgu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar á móti Burnley.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar á móti Burnley. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson varð um helgina fyrsti íslenski leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem nær því að skora átta deildarmörk fyrir áramót.

Gylfi skoraði áttunda markið sitt á leiktíðinni í 5-1 stórsigri á Burnley á Turf Moor í gær. Með því sló hann met sitt, Eiðs Smára Guðjohnsen og Heiðars Helgusonar.

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði sjö mörk í tuttugu leikjum fyrir áramót á fyrsta tímabili Chelsea-liðsins undir stjórn Jose Mourinho 2004-05.

Heiðar Helguson skoraði sjö mörk í aðeins tólf leikjum fyrir áramóti á tímabili sínu með Queens Park Rangers 2011-12.

Gylfi er nú búinn að skora átta mörk í nítján leikjum með Everton á þessu tímabili og hann fær einn leik í viðbót áður en árið er liðið. Síðasti leikur Everton fyrir áramót verður á móti Brighton & Hove Albion á útivelli á laugardaginn.

Gylfi gaf líka sína þriðji stoðsendingu á tímabilinu á móti Burnley og hefur alls komið með beinum hætti að ellefu mörkum Everton-liðsins. Hann sjálfur á metið fyrir áramót en Gylfi kom að tólf mörkum Swansea fyrir áramót tímabilið 2014-15 (4 mörk og 8 stoðsendingar)

Gylfi hefur alls skorað 54 mörk í 228 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og vantar því aðeins eitt mark í viðbót til að jafna markamet íslensk leikmanns í deildinni en Eiður Smári skoraði 55 mörk í 210 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Flest mörk fyrir áramót á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni:

8 - Gylfi Þór Sigurðsson, Everton, 2018-19

7 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, 2004-05

7 - Heiðar Helguson, QPR, 2011-12

6 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, 2000-01

6 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, 2001-02

5 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, 2002-03

5 - Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea, 2016-17

4 - Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea, 2014-15

Þáttur í flestum mörkum fyrir áramót á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni:

12 - Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea, 2014-15 (4 mörk + 8 stoðsendingar)

11 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, 2004-05 (7 mörk + 4 stoðsendingar)

11 - Gylfi Þór Sigurðsson, Everton, 2018-19 (8 mörk + 3 stoðsendingar)

10 - Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea, 2001-02 (6 mörk + 4 stoðsendingar)

10 - Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea, 2016-17 (5 mörk + 5 stoðsendingar)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×