Gylfi með mark og stoðsendingu í stórsigri á Burnley

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar markinu í dag. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði þriðja mark Everton sem vann 5-1 sigur á Burnley í Íslendingaslag í enska boltanum í dag.

Það voru liðnar innan við tvær mínútur er Yerry Mina kom Everton yfir og ellefu mínútum síðar tvöfaldaði Lucas Digne forystuna úr aukaspyrnu.

Áfram hélt veisla Everton í fyrri hálfleik og Gylfi skoraði þriðja markið úr vítaspyrnu. Ben Gibson klóraði í bakkann fyrir Burnley átta mínútum fyrir leikhlé og fjörugur fyrri hálfleikur að baki.

Everton skoraði tvö mörk í síðari hálfleik. Lucas Digne skoraði annað mark sitt á 71. mínútu og í uppbótartíma var það varamaðurinn Richarlison sem batt endahnútinn á frábæran leik Everton. Gylfi lagði upp markið með frábærri sendingu.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu en Gylfi spilaði allan leikinn fyrir Everton.

Everton er með 27 stig í áttunda sæti deildarinnar en Burnley er í fallsæti, átjánda sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira