Enski boltinn

Stjóri Arsenal baðst afsökunar á flöskusparkinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Unai Emery.
Unai Emery. Vísir/Getty
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal, var mjög pirraður út í sitt lið í jafnteflisleiknum á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Í lok leiksins missti Unai Emery aðeins stjórn á sér og sparkaði í vatnsflösku sem lenti í einum stuðningsmanni Brighton and Hove Albion liðsins.





Spænski stjórinn sá strax eftir því sem hann hafði gert og fór strax til stuðningsmannsins og bað hann afsökunar. Emery endurtók leikinn eftir leikinn og bað viðkomandi stuðningsmann aftur afsökunar.

„Ég bað þá afsökunar. Þetta var ekki fast en flaskan kom við einn stuðningsmanninn. Ég baðst afsökunar en ég sparkaði í flöskuna eftir mikil vonbrigði með leik míns liðs á lokamínútunum,“ sagði Emery.

Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal í 1-0 strax á fjórðu mínútu leiksins og Arsenal var betra liðið í fyrri hálfleiknum. Slæm varnamistök Stephan Lichtsteiner færði Brighton aftur á móti jöfnunarmark á silfurfati.

Arsenal liðið náði ekki að fylgja eftir fyrri hálfleiknum eftir hálfleiksræðu Unai Emery og frammistaða liðsins í seinni hálfleik var alls ekki nægilega góð.

Unai Emery ræddi líka við fjórða dómarann og þeir útkljáðu málið strax á vellinum. Dómaragengið ákvað því að skrifa ekki um atvikið á skýrslu sína.

Enskir fjölmiðlar fjölluðu samt um atvikið eins og sjá má hér fyrir neðan.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×