Enski boltinn

Þjálfari Juventus orðaður við Manchester United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Koma Allegri og Ronaldo á pakkadíl?
Koma Allegri og Ronaldo á pakkadíl? vísir/getty
Massimiliano Allegri, þjáfari Juventus, er einn af þeim sem Manchester United er með á lista yfir mögulega framtíðarstjóra félagsins.

ESPN greinir frá þessu í dag en United er að leita að nýjum stjóra eftir að Jose Mourinho var rekinn fyrir jól. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær tók við United tímabundið út tímabilið.

Mauricio Pochettino hjá Tottenham er efstur á óskalista Ed Woodward og félaga á skrifstofu United en Allegri er þar ekki langt á eftir.

Allegri hefur stýrt Juventus til sigurs á Ítalíu fjögur ár í röð og er samningsbundinn Ítalíumeisturunum til ársins 2020. Hann hefur hins vegar lýst yfir áhuga á að taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

United ætlar að ráða inn yfirmann knattspyrnumála á næstu misserum og það er Allegri bara til bóta því hann hefur reynslu af því að starfa undir slíkri stöðu hjá Juventus.

United ætlar að taka sér tíma í að ráða framtíðarstjóra og má því búast við sögusögnum og orðrómum næstu vikur og jafnvel mánuði áður en tilkynnt verður um ráðningu.


Tengdar fréttir

Juventus mun ekki standa í vegi fyrir Allegri

Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, sem er talinn efstur á óskalista Arsenal ásamt Luis Enrique ætlar að setjast niður með forráðamönnum Juventus og fara yfir stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×