Enski boltinn

Van Dijk: Höfum ekki unnið neitt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Virgil í leik með Liverpool. Hann hefur breytt varnarleik liðsins til hins betra frá því að hann kom fyrir ári síðan.
Virgil í leik með Liverpool. Hann hefur breytt varnarleik liðsins til hins betra frá því að hann kom fyrir ári síðan. vísir/getty
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að það séu spennandi tímar framundan hjá Liverpool en segir að þó staða liðsins í deildinni sé góð verði liðið að halda áfram að spila sinn fótbolta.

Liverpool er með sex stiga forskot á toppi úrvalsdeildarinnar eftir úrslit gærdagsins í enska boltanum og van Dijk er ánægður með stöðuna. Þó segir hann að það sé mikilvægt að Liverpool átti sig á því að þeir hafa ekki unnið neitt.

„Þetta er spennandi tími hjá Liverpool og vonandi mun tíminn leiða það einnig í ljós. Við þurfum þó að halda áfram að standa okkur á vellinum en þetta lítur vel út,“ sagði varnarmaðurinn öflugi.

„Það sem er mikilvægt núna er að við höldum áfram. Við getum ekki verið ánægðir með það sem við höfum núna því við höfum ekki unnið neitt á þessum tímapunkti.“

„Við þurfum að halda áfram og leggja hart að okkur. Að líta á okkur sjálfa er það mikilvægasta núna,“ sagði Hollendingurinn en það er hörð barátta á toppnum þar sem þrjú lið berjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×