Heimir: Var mest svekktur að missa af Vancouver Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2018 17:55 Heimir á blaðamannafundi er hann stýrði íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og nýráðinn þjálfari Al Arabi, segir að hann hafi verið mest svekktur að missa af starfinu hjá Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Heimir var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Al Arabi sem leikur í Katar en samningur Heimis er til sumarsins 2021 svo hann mun að minnsta kosti starfa þar í tvö og hálft ár. Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, hitti Heimir á dögunum og ræddi við hann en brot úr viðtalinu var spilað í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í dag. Hvað var það sem dró Heimir til Katar? „Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir í viðtalinu. Heimir var orðaður við nokkur félög, til að mynda Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni, og segir Heimir að hann hafi verið svekktur að hafa ekki náð að landa samningi þar. „Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni og að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni. Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“ „En svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“ Peningarnir eru í miklu í Katar og Heimir fer ekkert í felur með það að þeir hafi spilað sinn þátt í ákvörðun sinni að fara til Katar en það hafi þó ekki raðið úrslitum. „Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“ „Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreyf mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin,“ Fótbolti Tengdar fréttir Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og nýráðinn þjálfari Al Arabi, segir að hann hafi verið mest svekktur að missa af starfinu hjá Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Heimir var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Al Arabi sem leikur í Katar en samningur Heimis er til sumarsins 2021 svo hann mun að minnsta kosti starfa þar í tvö og hálft ár. Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, hitti Heimir á dögunum og ræddi við hann en brot úr viðtalinu var spilað í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í dag. Hvað var það sem dró Heimir til Katar? „Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir í viðtalinu. Heimir var orðaður við nokkur félög, til að mynda Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni, og segir Heimir að hann hafi verið svekktur að hafa ekki náð að landa samningi þar. „Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni og að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni. Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“ „En svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“ Peningarnir eru í miklu í Katar og Heimir fer ekkert í felur með það að þeir hafi spilað sinn þátt í ákvörðun sinni að fara til Katar en það hafi þó ekki raðið úrslitum. „Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“ „Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreyf mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin,“
Fótbolti Tengdar fréttir Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Mallorca | Áfram á sigurbraut undir Alonso? Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Leik lokið: Þór/KA - Fram 1-2 | Lífið án Söndru Maríu Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish Sjá meira
Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49