Heimir: Var mest svekktur að missa af Vancouver Anton Ingi Leifsson skrifar 10. desember 2018 17:55 Heimir á blaðamannafundi er hann stýrði íslenska landsliðinu. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og nýráðinn þjálfari Al Arabi, segir að hann hafi verið mest svekktur að missa af starfinu hjá Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Heimir var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Al Arabi sem leikur í Katar en samningur Heimis er til sumarsins 2021 svo hann mun að minnsta kosti starfa þar í tvö og hálft ár. Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, hitti Heimir á dögunum og ræddi við hann en brot úr viðtalinu var spilað í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í dag. Hvað var það sem dró Heimir til Katar? „Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir í viðtalinu. Heimir var orðaður við nokkur félög, til að mynda Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni, og segir Heimir að hann hafi verið svekktur að hafa ekki náð að landa samningi þar. „Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni og að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni. Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“ „En svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“ Peningarnir eru í miklu í Katar og Heimir fer ekkert í felur með það að þeir hafi spilað sinn þátt í ákvörðun sinni að fara til Katar en það hafi þó ekki raðið úrslitum. „Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“ „Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreyf mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin,“ Fótbolti Tengdar fréttir Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands og nýráðinn þjálfari Al Arabi, segir að hann hafi verið mest svekktur að missa af starfinu hjá Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Heimir var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Al Arabi sem leikur í Katar en samningur Heimis er til sumarsins 2021 svo hann mun að minnsta kosti starfa þar í tvö og hálft ár. Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona RÚV, hitti Heimir á dögunum og ræddi við hann en brot úr viðtalinu var spilað í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 fyrr í dag. Hvað var það sem dró Heimir til Katar? „Það var eins og ég sagði þegar ég hætti með íslenska landsliðið að það var ósk mín að þjálfa félagslið, helst í enskumælandi landi og þetta starf tikkar í bæði þessi box. Siggi Dúlla sagði að ég myndi fara þangað sem væri heitt og þetta tikkar í það líka,“ sagði Heimir í viðtalinu. Heimir var orðaður við nokkur félög, til að mynda Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og Vancouver Whitecaps í MLS-deildinni, og segir Heimir að hann hafi verið svekktur að hafa ekki náð að landa samningi þar. „Það var Vancouver sem var ég var mest svekktur við að missa af. Þetta var skemmtilegt verkefni og að byggja upp nýtt lið í MLS-deildinni. Ég og Íris, konan mín, kunnum vel við borgina svo það var smá svekkelsi að missa það starf.“ „En svo dettur þetta inn í staðinn. Hérna er geggjað umhverfi, sterkur klúbbur og fólk sem hefur mikinn metnað að rífa hann upp og tilbúið að gera mikið til að rífa hann upp. Það er gaman að fá að taka þátt í svona metnaðarfullu verkefni.“ Peningarnir eru í miklu í Katar og Heimir fer ekkert í felur með það að þeir hafi spilað sinn þátt í ákvörðun sinni að fara til Katar en það hafi þó ekki raðið úrslitum. „Ég ætla ekkert að tala í kringum það. Auðvitað skiptir máli hvernig þú færð borgað fyrir starf þegar þú ert að binda þig hérna í þrjú ár. Það var hins vegar ekki það sem réði úrslitum.“ „Það voru aðstaðan og þau tækifæri hér sem eru að bæta okkur, þroskast og læra. Það hreyf mig og fjölskylduna að koma hingað og sjá þær aðstæður sem við eigum eftir að vinna við næstu þrjú árin,“
Fótbolti Tengdar fréttir Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. 10. desember 2018 09:49