UEFA rannsakar kynþáttaníð stuðningsmanna Chelsea Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. desember 2018 08:00 vísir/getty Stuðningsmenn Chelsea voru sakaðir um kynþáttaníð á leik Vidi og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöld og hefur UEFA hafið rannsókn á málinu. Chelsea gerði jafntefli við Vidi í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildarinnar, mikilvægi leiksins var lítið sem ekkert þar sem Chelsea var komið áfram en Vidi úr leik. Stuðningsmenn Chelsea á leiknum, sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi, sungu lag sem beint er að nágrannaliðinu Tottenham. Í laginu er að finna orðalag sem telst til níðs á gyðingum. UEFA hefur ekki formlega kært Chelsea enn sem komið er og mun fara yfir skýrslur frá dómurum og eftirlitsmönnum áður en það er gert. Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að: „Gyðingahatur sem og hvert annað form af hatri byggt á kynþáttum eða trúarbrögðum er ekki liðið innan félagsins né meirihluta stuðningsmanna okkar. Það á sér engan stað innan okkar samfélaga.“ „Við höfum staðfastlega haldið því fram mörgu sinnum og kemur það frá eigandanum, stjórninni, þjálfurum og leikmönnum.“ „Þeir einstaklingar sem geta ekki virkjað heilann á sér nóg til þess að skilja þessi einföldu skilaboð og gerast sekir um að skaða mannorð klúbbsins með niðrandi orðum eða gjörðum mæta hörðustu refsingum.“ Þetta atvik kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Raheem Sterling sagðist hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Chelsea í leik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridge um síðustu helgi. Lögreglan er enn með það mál í rannsókn og hafa fjórir stuðningsmenn verið bannaðir frá Stamford Bridge. Þá á sá stuðningsmaður sem er í brennidepli á rannsókninni eftir að myndbandsupptökur sýna hann hella sér yfir Sterling að hafa misst vinnuna vegna málsins eftir því sem kom fram í fjölmiðlum á Englandi. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea voru sakaðir um kynþáttaníð á leik Vidi og Chelsea í Evrópudeildinni í gærkvöld og hefur UEFA hafið rannsókn á málinu. Chelsea gerði jafntefli við Vidi í lokaleik riðlakeppni Evrópudeildarinnar, mikilvægi leiksins var lítið sem ekkert þar sem Chelsea var komið áfram en Vidi úr leik. Stuðningsmenn Chelsea á leiknum, sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi, sungu lag sem beint er að nágrannaliðinu Tottenham. Í laginu er að finna orðalag sem telst til níðs á gyðingum. UEFA hefur ekki formlega kært Chelsea enn sem komið er og mun fara yfir skýrslur frá dómurum og eftirlitsmönnum áður en það er gert. Í yfirlýsingu frá Chelsea segir að: „Gyðingahatur sem og hvert annað form af hatri byggt á kynþáttum eða trúarbrögðum er ekki liðið innan félagsins né meirihluta stuðningsmanna okkar. Það á sér engan stað innan okkar samfélaga.“ „Við höfum staðfastlega haldið því fram mörgu sinnum og kemur það frá eigandanum, stjórninni, þjálfurum og leikmönnum.“ „Þeir einstaklingar sem geta ekki virkjað heilann á sér nóg til þess að skilja þessi einföldu skilaboð og gerast sekir um að skaða mannorð klúbbsins með niðrandi orðum eða gjörðum mæta hörðustu refsingum.“ Þetta atvik kemur aðeins nokkrum dögum eftir að Raheem Sterling sagðist hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Chelsea í leik Chelsea og Manchester City á Stamford Bridge um síðustu helgi. Lögreglan er enn með það mál í rannsókn og hafa fjórir stuðningsmenn verið bannaðir frá Stamford Bridge. Þá á sá stuðningsmaður sem er í brennidepli á rannsókninni eftir að myndbandsupptökur sýna hann hella sér yfir Sterling að hafa misst vinnuna vegna málsins eftir því sem kom fram í fjölmiðlum á Englandi.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira