Segir það alveg skýrt að sveitarfélög eigi að aðstoða við framfærslu fanga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2018 21:30 Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“ Fangelsismál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Mikill munur er milli sveitarfélaga hvernig staðið er að aðstoð á framfærslu við fanga. Formaður Afstöðu, félags fanga, segir Reykjavíkurborg telja að ríkið beri ábyrgð á meðan umboðsmaður Alþingis segir lögin skýr. Í fréttum okkar á dögunum sögðum við frá togstreitu milli sveitarfélaga og ríkis. Úr öðrum vasa borgum við útsvar til sveitarfélaga til að sinna velferðarþjónustu og úr hinum vasanum tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Í stað samvinnu í málaflokknum myndast togstreita sem býr til svokölluð grá svæði. Ýmsir hópar fá ekki rétta þjónustu vegna togstreitunnar. Einn af þessum hópum eru fangar og segir formaður Afstöðu, félags fanga, mismunandi milli sveitarfélaga hvað gert er fyrir fanga. „Sum sveitarfélög eru að aðstoða fanga með framfærslu og fjölskyldur þeirra sem og styrkjum, til dæmis fyrir gervitönnum, fatnaði eða skó eða styrkja þá til góðra verka. En svo eru önnur sveitarfélög, til dæmis eins og Reykjavíkurborg, sem styrkja fanga ekki neitt. Þetta náttúrulega veldur mikilli togstreitu innan fangahópsins,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu. Afstaða sendi erindi til Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2017 og bað um lögfræðiálit. Þar var bent á að umboðsmaður Alþingis hafi ályktað um málið og sagt neitun sveitarfélaga stangast á við lög. Í svari sveitarfélaganna er það rakið að lögin séu úrelt og leysa þurfi úr réttarstöðu afplánunarfanga varðandi framfærslustuðning með því að skýra reglur fangelsisyfirvalda og lagaákvæði um skyldur hlutaðeigandi framfærslukerfis. „Auðvitað snýst þetta allt um peninga. Sveitarfélag eins og Reykjavíkurborg er náttúrulega með langstærsta hluta fanga þannig að þetta er svolítill peningur en í mínum huga er þetta alveg skýrt að sveitarfélögin bera ábyrgð.“
Fangelsismál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira