Nýju húsi „klesst“ upp að gluggunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Nýtt tvíbýlishús á Bergstaðastræti 29 á að vera áfast þessum tveimur íbúðarhúsum og loka fyrir gluggana á gula húsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira