Nýju húsi „klesst“ upp að gluggunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Nýtt tvíbýlishús á Bergstaðastræti 29 á að vera áfast þessum tveimur íbúðarhúsum og loka fyrir gluggana á gula húsinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Fyrirhugað tveggja hæða tvíbýlishús auk kjallara sem áformað er á baklóð Bergstaðastrætis 29, fast upp að þremur húsum á Óðinsgötu 18 og Bergstaðastræti 31a, mætir harðri andstöðu húseigenda í kring. „Að ætla að sprengja og brjóta klöpp allt að þrjá metra fast niður með húsinu er óskiljanleg framkvæmd sem mun skemma verulega eða eyðileggja þennan hluta hússins," segir í bréfi Berglindar Sigurðardóttir skipulagsfræðings fyrir hönd eigenda Bergstaðastrætis 31a sem myndi verða áfast gafli nýja hússins. Berglind bendir á að stutt sé í að húsið á Bergstaðastræti 31a verði hundrað ára og þar með friðað. Það sé steinsteypt en lítið sem ekkert járnbent. Eigendurnir áskilji sér allan rétt til skaðabóta verði af framkvæmdinni. „Í öðru lagi er verið að klessa húsinu inn í húsaþyrpingu sem fyrir er, sem er skipulagslega vont," skrifar Berglind. Verðgildi aðliggjandi húsa muni rýrna og valda auknu ónæði. „Þetta mun byrgja útsýni og auk þess valda auknu skuggavarpi á lóð Óðinsgötu 16 sem ég samþykki ekki,“ segir íbúi á Óðinsgötu 16. Eigendur og íbúar Óðinsgötu 18c segja vegið að hagsmunum á margvíslegan hátt. Segja þeir tvo glugga á vesturhlið eignar sinnar, svefnherbergisglugga og stofuglugga, snúa að Bergstaðastræti 29. „Lagt er til að fyrirhuguð bygging rísi alveg upp við okkar eign og mun fyrirhuguð bygging loka fyrir gluggana þannig að engin loftun og engin dagsbirta bærist inn í þessi rými í eign okkar og aðeins nyti dagsbirtu frá gluggum sem eru á austurhlið hússins," segja eigendur Óðinsgötu 18c. Eins og fleiri bendir fólkið á Óðinsgötu 18c á að að fyrirhugað byggingarsvæði sé á klöpp og því þurfi að beita sprengingum eða stórvirkum tækjum. „Allt í kring eru gömul hús og er grunnur hússins Óðinsgötur 18c og 18b úr holsteini sem er jafn gamall húsinu eða 100 ára á næsta ári," segir í bréfi þeirra. „Bygging þessi mun valda skertu útsýni ásamt töluverðu skuggavarpi á lóð fasteignar Óðinsgötu 16,“ segir eigandi í því húsi. Húseigandafélagið sendir inn mótmælabréf fyrir hönd 24 ára konu sem keypti 38 fermetra íbúð á Óðinsgötu 18b á árinu 2015. „Samkvæmt tillögunni á að byggja húsið alveg upp við Óðinsgötu 18b og loka þar með fyrir baðherbergisglugga íbúðarinnar,“ segir í bréfinu þar sem rakið er að glugginn hafi verið gerður 2014 til að bregðast við myglu vegna lélegrar loftunar. „Gluggi þessi er eini auðopnanlegi gluggi íbúðarinnar og þjónar tilgangi sem björgunarop,“ segir Húseigendafélagið sem eins og fleiri benda á háan aldur núverandi húsa á svæðinu. Þá er í tveimur bréfanna undirstrikað að þegar séu óleyfisframkvæmdir á Bergstaðastræti 29 sem byggingarfulltrúa sé kunnugt um og óskað eftir því að embættið geri eitthvað í því. Er þar um að ræða skúr og hjólabrettapall. Í byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur síðastliðinn föstudag segir að málið hafi þegar verið kynnt á skipulagssviði borgarinnar og verið vel tekið. Málið fer nú til umsagnar hjá verkefnisstjóra hverfisins.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira