Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:59 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira