Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. desember 2018 12:59 Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru á meðal þeirra sem sátu á Klaustur bar. Vísir/Vilhelm Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmannanna á Klausturbar í nóvember, mun ekki gefa skýrslu fyrir dómnum að sögn lögmanns hennar. Boðað hefur verið til samstöðufundar fyrir Báru við héraðsdóm klukkan þrjú. Af þingmönnunum sex sem áttu samræður á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn, þar sem ýmis ljót ummæli voru látin falla, eru það aðeins fjórir þingmenn Miðflokksins sem eru sóknaraðilar málsins. Þingfestingin fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan korter yfir þrjú í dag en aðspurð segir, Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður Báru, að hún muni ekki gefa skýrslu fyrir dómi í dag. „Hún er bara aðili málsins og aðilaskýrslur fara ekki fram í svona máli en þetta mál varðar hagsmuni hennar og þess vegna er hún boðuð til að mótmæla eða gera hvað hún vill,“ segir Auður Tinna. Á þessum tímapunkti sé ekki beinlínis búið að höfða mál gegn Báru fyrir dómstólum. „Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna hana til persónuverndar en við höfum ekki fengið nokkra vitneskju um að hún hafi verið kærð til lögreglu, kannski kemur það bara seinna, hver veit. Svo er þetta einkamál þriðji vettvangurinn sem kemur til álita.“ Engin vitni hafa verið boðuð fyrir dóminn á þessari stundu en verður það kannski gert síðar að sögn Auðar þar sem sóknaraðilar vilji fá að leiða fyrir dóm nokkur vitni, meðal annars skrifstofustjóra Alþingis, Dómkirkjuprest og rekstraraðila Klausturbars. Væntanlega sé það til að kalla eftir myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum í grennd við Klausturbar, séu þær til staðar. „Þetta er svona V-mál, svona vitnamál þar sem að gagnaðilar eru að íhuga, „ætlum við síðan á endanum að höfða venjulegt einkamál?“ segir Auður Tinna. Þá hafa í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína á samstöðufund með Báru við héraðsdóm klukkan þrjú í dag og yfir tvö þúsund hafa lýst áhuga á Facebook-viðburði samstöðufundarins. Í samtali við fréttastofu segir einn skipuleggjenda samstöðufundarins, að hann sé hugsaður sem eins konar þögul mótmæli til að sýna samstöðu með uppljóstrurum.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira