Erlent

Forsetaheilari sakaður um kynferðisbrot

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Þrjú hundruð saka João Teixeira de Faria um gróf brot.
Þrjú hundruð saka João Teixeira de Faria um gróf brot. Fréttablaðið/AFP
João Teixeira de Faria, kristilegur brasilískur heilari, var handtekinn í gær eftir að hann gaf sig fram við lögreglu. Opinberlega hafði verið lýst eftir Faria en alls hafa nú rúmlega 300 konur sakað hann um kynferðisbrot.

Heilarinn, sem er einnig þekktur sem João de Deus, hefur meðhöndlað mikinn fjölda fólks frá því hann opnaði starfsstöð sína í bænum Abadiânia árið 1976. Á meðal þeirra sem hafa leitað til Faria eru brasilísku forsetarnir Lula da Silva, Dilma Rousseff og Michel Temer. Faria kom svo fyrir augu alþjóðar árið 2013 þegar viðtal við hann birtist í þætti Oprah Winfrey.

Hinn ásakaði hefur neitað því að hann hafi brotið af sér. Hann gæti átt yfir höfði sér þungan fangelsisdóm, verði hann ákærður fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×