Óð út í tveggja gráðu sjó til að bjarga björgunarhundi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 14:00 Björk og Tinna eru báðar virkar í björgunarsveit. Mynd/Björk Ingvarsdóttir Óhætt er að segja að reynsla Bjarkar Ingvarsdóttur úr björgunarsveitum hafi komið sér vel þegar tveggja ára tíkin hennar Tinna lenti óvænt í hremmingum skammt undan ströndum Hólmavíkur í gær. Björk hefur átt labrador tíkina Tinnu síðan í mars og ætluðu þær stölllur í örstuttan göngutúr seinni part dags í gær. „Tinna er mjög virk týpa og framkvæmir svolítið áður en hún hugsar,“ segir Björk í samtali við Vísi. Tinna hafi þannig hlaupið beinustu leið út í sjó og synt á eftir fuglum sem flugu í burtu. Þegar hún var á leið í land sér hún netahring sem flýtur í yfirborðinu og er fastur í botninn.Mynd/Björk Ingvarsdóttir„Hún sér þetta og syndir á fleygiferð að þessu og svo sé ég þegar hún er komin með þetta í munninn og er að synda af stað þá er hún með hann upp í sér og hann hvolfir yfir hana. Hún er föst með hringinn í munninum og aftur fyrir eyru, svona eins og hestur með beisli.“ Björk segist þó ekki hafa séð strax að Tinna hafi verið föst. „Ég reyni að kalla á hana og hún kemur náttúrulega ekkert. Ég veit að hún er ofsalega þrjósk og ákveðin, sérstaklega þegar kemur að því að sækja eitthvað þannig ég bíð þangað til hún verður þreytt og sleppir þessu.“Ætlaði ekki að gefast upp Tinna hafði verið um tíu mínútur ofan í þegar Tinna veður á eftir henni. Þangað til hafði mikill gusugangur verið í Tinnu en þá hætti það. Þá hafi Björk áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. „Þá ákveð ég að fara þarna út í, er samt að reyna að kalla á hana, athuga hvort hún vilji ekki slappa þessu. Svo þegar ég er komin svolítið nær þá sé ég að hún hefði aldrei getað losað sig. Þá er þetta alveg fast í munninum og aftur fyrir hnakkann. Ég fer að vaða svona upp að handarkrikum svo náði ég aðeins spyrnu í botninn þegar ég var að ná þessu upp af hausnum á henni. Svo missi ég jafnvægið og þá þarf að synda til baka.“ Tinna hafi þó ekki verið tilbúin að gefast upp alveg strax og þegar hún losnaði ætlaði hún rakleiðis að hringnum aftur til að reyna að ná honum í land. „Ég þurfti hálfpartinn að reka hana upp úr. Svo var hún rosa þreytt og er enn þá. Það er búið að fara mjög lítið fyrir henni, þetta tók svolítið á hana.“Hugsaði sig ekki tvisvar um Systir Bjarkar sendi myndband af frækinni björgun hennar á ritstjórn Vísis og þá hefur myndbandinu einnig verið deilt á hópnum Hundasamfélaginu sem er afar virkt samfélag hundaeigenda á Íslandi. Björk segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að spá í viðbrögðum sem myndbandið hefur fengið enda móðir ungra tvíbura, fyrir utan að henni fannst alveg sjálfsagt að vaða út í eftir Tinnu þrátt fyrir að sjórinn hafi verið tveggja gráðu heitur. „Ég hugsaði mig ekkert tvisvar um að bjarga henni ég ætlaði ekki að horfa á hana drukkna þarna fyrir framan mig,“ segir Björk. „Ég fann alveg að þetta var kalt en þegar ég sneri við þá var bara orðið hlýtt. En ég hefði ekki verið til í að vera neitt lengur þarna.“ Hún segist þó meðvituð um hætturnar sem fylgi því að vaða sjó í desember. „Ég bara gerði þetta og það var ekkert mál þannig. Það er ákveðin áhætta sem maður tekur að vaða út í sjó og synda á þessum árstíma. Átta mig á því, er sjálf í björgunarsveit,“ segir hún. „Ég hugsaði kannski ekki mjög mikið og kannski ekki nógu mikið heldur því maður getur ofkælst ansi fljótt en þetta slapp rosa vel og mér fannst ég allavega aldrei vera í neinni hættu, ekki jafn mikilli hættu og hún.“Tinna er þreytt eftir átök gærdagsins en annars hress, að sögn Bjarkar.Mynd/Björk IngvarsdóttirEfnilegur björgunarhundur Björk tekur virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík og svo vill til að Tinna er sjálf í björgunarsveit og er að stíga sín fyrstu skref sem björgunarhundur. Björk er menntaður hundaþjálfari og rekur ásamt vinkonu sinni hundaskólann Trygg og hefur áður verið með hunda í björgunarsveit. „Hún er mjög efnileg í því, sýnir mjög flotta takta.“ „Ég var með hana í sumar í víðvagnsleit og svo ætla ég að byrja, ef það kemur einhvern tímann einhver snjór þá ætlum við að æfa okkur í snjóflóðaleitum. En hún er nýbyrjuð.“ Björk segir að Tinna virðist vera hin brattasta, þó hún sé þreytt eftir átökin. „Hún verður örugglega bara orðin mjög góð seinni partinn.“ Dýr Strandabyggð Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Óhætt er að segja að reynsla Bjarkar Ingvarsdóttur úr björgunarsveitum hafi komið sér vel þegar tveggja ára tíkin hennar Tinna lenti óvænt í hremmingum skammt undan ströndum Hólmavíkur í gær. Björk hefur átt labrador tíkina Tinnu síðan í mars og ætluðu þær stölllur í örstuttan göngutúr seinni part dags í gær. „Tinna er mjög virk týpa og framkvæmir svolítið áður en hún hugsar,“ segir Björk í samtali við Vísi. Tinna hafi þannig hlaupið beinustu leið út í sjó og synt á eftir fuglum sem flugu í burtu. Þegar hún var á leið í land sér hún netahring sem flýtur í yfirborðinu og er fastur í botninn.Mynd/Björk Ingvarsdóttir„Hún sér þetta og syndir á fleygiferð að þessu og svo sé ég þegar hún er komin með þetta í munninn og er að synda af stað þá er hún með hann upp í sér og hann hvolfir yfir hana. Hún er föst með hringinn í munninum og aftur fyrir eyru, svona eins og hestur með beisli.“ Björk segist þó ekki hafa séð strax að Tinna hafi verið föst. „Ég reyni að kalla á hana og hún kemur náttúrulega ekkert. Ég veit að hún er ofsalega þrjósk og ákveðin, sérstaklega þegar kemur að því að sækja eitthvað þannig ég bíð þangað til hún verður þreytt og sleppir þessu.“Ætlaði ekki að gefast upp Tinna hafði verið um tíu mínútur ofan í þegar Tinna veður á eftir henni. Þangað til hafði mikill gusugangur verið í Tinnu en þá hætti það. Þá hafi Björk áttað sig á því að ekki væri allt með felldu. „Þá ákveð ég að fara þarna út í, er samt að reyna að kalla á hana, athuga hvort hún vilji ekki slappa þessu. Svo þegar ég er komin svolítið nær þá sé ég að hún hefði aldrei getað losað sig. Þá er þetta alveg fast í munninum og aftur fyrir hnakkann. Ég fer að vaða svona upp að handarkrikum svo náði ég aðeins spyrnu í botninn þegar ég var að ná þessu upp af hausnum á henni. Svo missi ég jafnvægið og þá þarf að synda til baka.“ Tinna hafi þó ekki verið tilbúin að gefast upp alveg strax og þegar hún losnaði ætlaði hún rakleiðis að hringnum aftur til að reyna að ná honum í land. „Ég þurfti hálfpartinn að reka hana upp úr. Svo var hún rosa þreytt og er enn þá. Það er búið að fara mjög lítið fyrir henni, þetta tók svolítið á hana.“Hugsaði sig ekki tvisvar um Systir Bjarkar sendi myndband af frækinni björgun hennar á ritstjórn Vísis og þá hefur myndbandinu einnig verið deilt á hópnum Hundasamfélaginu sem er afar virkt samfélag hundaeigenda á Íslandi. Björk segist þó ekki hafa haft mikinn tíma til að spá í viðbrögðum sem myndbandið hefur fengið enda móðir ungra tvíbura, fyrir utan að henni fannst alveg sjálfsagt að vaða út í eftir Tinnu þrátt fyrir að sjórinn hafi verið tveggja gráðu heitur. „Ég hugsaði mig ekkert tvisvar um að bjarga henni ég ætlaði ekki að horfa á hana drukkna þarna fyrir framan mig,“ segir Björk. „Ég fann alveg að þetta var kalt en þegar ég sneri við þá var bara orðið hlýtt. En ég hefði ekki verið til í að vera neitt lengur þarna.“ Hún segist þó meðvituð um hætturnar sem fylgi því að vaða sjó í desember. „Ég bara gerði þetta og það var ekkert mál þannig. Það er ákveðin áhætta sem maður tekur að vaða út í sjó og synda á þessum árstíma. Átta mig á því, er sjálf í björgunarsveit,“ segir hún. „Ég hugsaði kannski ekki mjög mikið og kannski ekki nógu mikið heldur því maður getur ofkælst ansi fljótt en þetta slapp rosa vel og mér fannst ég allavega aldrei vera í neinni hættu, ekki jafn mikilli hættu og hún.“Tinna er þreytt eftir átök gærdagsins en annars hress, að sögn Bjarkar.Mynd/Björk IngvarsdóttirEfnilegur björgunarhundur Björk tekur virkan þátt í starfi björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík og svo vill til að Tinna er sjálf í björgunarsveit og er að stíga sín fyrstu skref sem björgunarhundur. Björk er menntaður hundaþjálfari og rekur ásamt vinkonu sinni hundaskólann Trygg og hefur áður verið með hunda í björgunarsveit. „Hún er mjög efnileg í því, sýnir mjög flotta takta.“ „Ég var með hana í sumar í víðvagnsleit og svo ætla ég að byrja, ef það kemur einhvern tímann einhver snjór þá ætlum við að æfa okkur í snjóflóðaleitum. En hún er nýbyrjuð.“ Björk segir að Tinna virðist vera hin brattasta, þó hún sé þreytt eftir átökin. „Hún verður örugglega bara orðin mjög góð seinni partinn.“
Dýr Strandabyggð Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira