Innlent

„Ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu.
Albertína Friðbjörg þingkona Samfylkingarinnar opnar sig um Klaustursupptökurnar svokölluðu.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir en hún auk fjölda annarra varð skotspónn nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem töluðu illa um samstarfsfólk sitt á Klausturbar. Ummæli þeirra náðust á upptöku og voru í kjölfarið birt.

„Ég hef sjálf aldrei nokkurn tíma orðið vitni að öðru eins samtali hvorki innan né utan stjórnmálanna og er ömurlegt að horfa upp á tilraunir þeirra til réttlætingar á samtali sínu með því að reyna að segja þetta einhverja venju, sem þetta er alls ekki og verða þau að bera ábyrgð á þessari framkomu sinni sjálf,“ segir Albertína sem ritaði stöðuuppfærslu á Facebook um málið.

Hún segir að það sé afhjúpandi um viðhorf og hugsunarhátt þingmannanna sem viðhöfðu ummælin.

Albertína segist þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur hlotið í kjölfarið sem hún segir hafa komið úr öllum áttum.

„Sérstaklega langar mig líka að þakka því fólki sem lætur sig þetta varða og neitar að sætta sig við svona framkomu hjá kjörnum fulltrúum.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.