Gerðu grín að #metoo og sökuðu þingkonu um kynferðislega áreitni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 13:00 Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason höfðu hvor sína sögu að segja af þingkonu Samfylkingarinnar á hótelbarnum þann 20. nóvember. Vísir Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum,“ hefur Stundin eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór voru ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni sátu að sumbli á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Á öðru borði sátu gestir og heyrðu samtöl þingmannanna sem virðast hafa verið hávær. Náðust samtölin á upptöku sem komið var á DV og Stundina. Til umræðu var fyrrnefnd Albertína. „Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ segir Bergþór í samtalinu. „Léstu þig hafa það“ spyr einhver í framhaldinu. „Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ segir Bergþór. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ segir Sigmundur Davíð og hlátur heyrist. „Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ segir Bergþór. „Hversu hart gekk hún fram?“ var spurt í kjölfarið „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/Vilhelm„... reyndir að nauðga mér“ Gunnar Bragi sagði í framhaldinu sögu af samskiptum sínum við þingkonuna. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 ]…] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí,“ hefur Stundin eftir þingmanninum. „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on“,“ bætir Bergþór við. „Þessir menn munu aldrei ná bata nema þeir opni sig, og það í opnuviðtali,“ segir Sigmundur Davíð. „Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvað aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ segir Gunnar Bragi og enn er hlegið.Albertína kjaftstopp „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ segir Albertína í samtali við Stundina. Gunnar Bragi hafi haft samband við sig í morgun og beðið hana afsökunar. „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ Hvorki hefur náðst í Bergþór né Gunnar Braga í kjölfar þess að Stundin greindi frá þessum ummælum. Gunnar Bragi sagði að orð sín umrætt kvöld væru honum til minnkunar í viðtali við Heimi Má Pétursson í Alþingishúsinu í morgun. Listinn væri langur yfir fólk sem hann þyrfti að biðja afsökunar. Hann segist ekki viss um að hann eigi við áfengisvanda að stríða, mögulega drekki hann of lítið - hann viti það ekki. Hann sér enga ástæðu til að nokkur þeirra þingmanna sem komu saman umrætt kvöld segi af sér.Viðtalið má sjá hér að neðan. Alþingi Ísafjarðarbær Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Þingmenn úr Flokki fólksins og Miðflokki gerðu lítið úr #metoo reynslusögum og sökuðu Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um að hafa áreitt sig kynferðislega. „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum,“ hefur Stundin eftir Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins. Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór voru ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni sátu að sumbli á Klausturbar þann 20. nóvember síðastliðinn. Á öðru borði sátu gestir og heyrðu samtöl þingmannanna sem virðast hafa verið hávær. Náðust samtölin á upptöku sem komið var á DV og Stundina. Til umræðu var fyrrnefnd Albertína. „Við eigum sem sagt MeToo sögu,“ segir Bergþór í samtalinu. „Léstu þig hafa það“ spyr einhver í framhaldinu. „Nei ég gerði það sem betur fer ekki,“ segir Bergþór. „Það voru ýmsir sem sögðu ‘take one for the team’ en Beggi var ekki til“ segir Sigmundur Davíð og hlátur heyrist. „Ég var orðinn þreyttur á herrakvöldi Vestra,“ segir Bergþór. „Hversu hart gekk hún fram?“ var spurt í kjölfarið „Hún var að tosa buxurnar af hælunum á mér [...] Ég vakna úr nærbuxunum.“Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/Vilhelm„... reyndir að nauðga mér“ Gunnar Bragi sagði í framhaldinu sögu af samskiptum sínum við þingkonuna. „Það var svipað. Ég var nýlega orðinn ráðherra og þetta var í kringum kosningar, 2009-10 ]…] Það er einhver hátíð í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Ég mæti þarna sem frambjóðandi ásamt fleirum. Ég er allt í einu farinn að dansa við þessa stúlku […] Ég sagði bara nei […] en það var bara suðað. Þá var bara eins og einhver hefði verið líflátinn. Hún var brjáluð, hún trylltist, hún grenjaði og öskraði. Ég bara hugsaði, hvað, á ég að ríða henni? Það var algjörlega kreisí,“ hefur Stundin eftir þingmanninum. „Þetta er sú þingkona sem hélt lengstu MeToo ræðuna. Og við sátum bara „what the fuck is going on“,“ bætir Bergþór við. „Þessir menn munu aldrei ná bata nema þeir opni sig, og það í opnuviðtali,“ segir Sigmundur Davíð. „Það getur vel verið að við ákveðnar aðstæður, ég ætla ekki að segja hvað aðstæður, að ég þurfi að labba að henni og segja: Ertu búin að gleyma því þegar þú reyndir að nauðga mér?“ segir Gunnar Bragi og enn er hlegið.Albertína kjaftstopp „Það er hrikalegt að vera ásakaður um eitthvað sem gerðist ekki,“ segir Albertína í samtali við Stundina. Gunnar Bragi hafi haft samband við sig í morgun og beðið hana afsökunar. „Ég er eiginlega bara kjaftstopp. Mér er rosalega illt í hjartanu yfir öllum þessum samtölum sem þeir áttu þarna. Ég er hreinlega orðlaus. Þetta er bara ekki rétt.“ Hvorki hefur náðst í Bergþór né Gunnar Braga í kjölfar þess að Stundin greindi frá þessum ummælum. Gunnar Bragi sagði að orð sín umrætt kvöld væru honum til minnkunar í viðtali við Heimi Má Pétursson í Alþingishúsinu í morgun. Listinn væri langur yfir fólk sem hann þyrfti að biðja afsökunar. Hann segist ekki viss um að hann eigi við áfengisvanda að stríða, mögulega drekki hann of lítið - hann viti það ekki. Hann sér enga ástæðu til að nokkur þeirra þingmanna sem komu saman umrætt kvöld segi af sér.Viðtalið má sjá hér að neðan.
Alþingi Ísafjarðarbær Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40
Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins töluðu um samstarfsmenn sína á leynilegum upptökum. 29. nóvember 2018 08:36