Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 19:11 Áslaug Arna í Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun. Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór. Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs. Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum. „Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun. Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór. Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs. Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum. „Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira