Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 19:11 Áslaug Arna í Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun. Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór. Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs. Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum. „Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun. Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór. Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs. Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum. „Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvenna
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels