Innlent

Blöskrar að sjálf­skipaðir „sigur­vegarar í fegurðar­sam­keppni“ dæmi út­lit þing­kvenna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áslaug Arna í Alþingishúsinu í dag.
Áslaug Arna í Alþingishúsinu í dag. Vísir/Vilhelm
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir þingmenn Miðflokksins sem töluðu með niðrandi hætti um kollega sína á þingi í Klaustursupptökunum, þurfa sjálfa að svara fyrir ummæli sín. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu á Alþingi í morgun.

Dónaleg ummæli féllu á fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja úr röðum Flókks fólksins. Svæsnustu ummælin, ef marka má upptökurnar sem DV og Stundin hafa undir höndum, féllu úr munni Bergþórs Ólafssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Oddný Harðardóttir, Inga Sæland, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Lilja Alfreðsdóttir eru á meðal þeirra sem segja má að fengið hafi fyrir ferðina. Sömu sögu má segja um unga stjórnmálakonu í Sjálfstæðisflokknum sem ekki er nafngreind í upptökunum. Þingmennirnir segjast sammála því að viðkomandi þingkona sé sæt en hafi verið enn flottari fyrir tveimur árum.Klippa: Ræða unga þingkonu í Sjálfstæðisflokknum


„Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur,“ segir Bergþór.

Sigmundur Davíð grípur boltann á lofti og segist telja að hún „hrynji niður listann“ vegna þessa. Eðlilega, að mati Bergþórs.

Áslaug Arna var spurð almennt út í ummæli þingmanna á Klaustursupptökunum.

„Það er auðvitað bara ótrúlegt að svona menn sem eru auðvitað sigurvegarar sjálfir í fegurðarsamkeppni séu að dæma útlit og atgervi þingkvenna sem þeir starfa með,“ sagði Áslaug Arna.Klippa: Blöskrar að sjálfskipaðir „sigurvegarar í fegurðarsamkeppni“ dæmi útlit þingkvennaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.