Osiris-Rex kemur að smástirninu Bennu Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:49 Átta myndir sem Osiris-Rex var skeytt saman í þessa háupplausnarmynd af Bennu. Myndirnar voru teknar í rúmlega 300 kílómetra fjarlægð í lok október. NASA/Goddard/University of Arizona Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin. Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Eftir rúmlega tveggja ára ferðalag kemur bandaríska geimfarið Osiris-Rex að smástirninu Bennu síðdegis að íslenskum tíma í dag. Geimfarið á að taka bergsýni úr smástirninu og koma með þau aftur til jarðar. Vonast er til þess að þau geti varpað frekara ljósi á hvernig sólkerfið okkar myndaðist. Osiris-Rex hóf för sína á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. Áfangastaður þess er smástirnið Bennu, kolsvart smástirni sem talið er að sé leifar frá upphafi sólkerfisins og nær ósnortið frá þeim tíma. Þangað kemur geimfarið síðar í dag. Hægt verður að fylgjast með komunni á sjónvarpsrás bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA frá 16:45 til 17:15 að íslenskum tíma. Í fyrstu flýgur Osiris-Rex aðeins í kringum Bennu og fikrar sig æ nær yfirborðinu. Við komuna í dag verður geimfarið í tæplega tuttugu kílómetra fjarlægð. Hringsólið í kringum smástirnið á að veita upplýsingar um massa, snúningshraða og lögun Bennu, að því er segir í frétt New York Times. Það er ekki fyrr en í janúar sem Osiris-Rex kemst á braut um Bennu. Þaðan heldur geimfarið athugunum áfram þar til reynt verður að skoppa því af yfirborðinu og safna sýnum um mitt ár 2020. Geimfarið mun sprauta köfnunarefnisgasi til að þyrla upp ryki og litlum steinum i þær þrjár til fimm sekúndur sem það snertir yfirborðið. Vonir standa til að þannig verði hægt að safna allt að tveimur kílóum af sýnum. Osiris-Rex flytur sýnin með sér þegar það yfirgefur Bennu árið 2021 og sleppa hylki með þeim þegar það flýgur fram hjá jörðinni í september tveimur árum síðar. Sýnin eiga að svífa mjúklega til jarðar með fallhlíf í eyðimörk Utah í Bandaríkjunum.Minjar um upphaf sólkerfisins og fyrstu lífrænu efnasamböndin Bennu fannst árið 1999 og er skilgreint sem smástirni í nágrenni jarðarinnar. Smástirnið er tæplega 500 metra breitt. Fjarlægur möguleiki er talinn á að það geti rekist á jörðina á 22. öldinni. Bennu er kolefnisríkt og er talið að það hafi lítið breyst frá því að sólkerfið myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Vísindamenn eru ekki síst spenntir fyrir því að rannsaka lífræn efnasambönd eins og amínósýrur sem talið er að séu þar að finna. Þannig geta rannsóknirnar varpað ljósi á myndun sólkerfisins okkar og hugsanlega hvernig lífið kviknaði og þróaðist á jörðinni. Japanska geimfarið Hayabusa safnaði ryki á smástirni og skilaði til jarðar árið 2005. Framhaldsleiðangurinn Hayabusa2 er nú á leiðinni til annars kolefnisríks smástirnis og er væntanlegt aftur til jarðar með sýni árið 2020. Osiris-Rex á hins vegar að ná meira magni af sýnum en japönsku geimförin.
Bandaríkin Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. 8. september 2016 23:30