Erlent

NASA sendir geimfar á loft í sjö ára leiðangur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Osiris-Rex var skotið á loft í kvöld.
Osiris-Rex var skotið á loft í kvöld. Vísir/EPA
Bandaríska geimferðastofnunin NASA sendi í kvöld af stað geimfar í leiðangur sem vonast er til þess að muni varpa ljósi á það hvernig plánetur alheimsins verða til. Áætlað er að geimfarið snúi aftur til jarðar eftir sjö ár.

Geimfarinu, sem nefnist Osiris-Rex, var skotið á loft frá Flórída og stefnt er að því að það lendi á smástirninu Bennu þar sem það á að safna sýnishornum af yfirborðinu.

Vonast er til þess að geimfarinu takist að safna nokkur hundruð grömmum af sýnishornum en til þess hafa vísindamenn hannað sérsakt tæki sem safna á sýnishornunum saman.

Tvö ár eru þanagð til geimfarið mun lenda á Bennu en vonast er til þess að það verði í ágúst árið 2018. Allt í allt mun ferðin taka sjö ár en reiknað er með að geimfarið yfirgefi Bennu árið 2021 áður en það kemur aftur heim til jarðar þann 24. september 2023.

Lesa má nánar um verkefnið á vef BBC auk þess sem að fylgjast má með framgangi mála með útsendingu NASA TV sem sjá má hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×