Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 16:51 Menn klifra yfir girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AP/Ramon Espinosa Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna. Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna.
Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent