Tottenham kláraði lánlaust lið Southampton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane fagnar marki sínu.
Kane fagnar marki sínu. vísir/getty
Tottenham lenti í engum vandræðum með stjóralausa Southampton-menn á Wembley í kvöld en Tottenham vann 3-1 sigur.

Harry Kane kom Tottenham yfir á níundu mínútu leiksins og ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleiknum.

Í síðari hálfleik skoruðu heimamenn tvö mörk en Lucas Moura kom þeim í 2-0 á 51. mínútu og fjórum mínútum síðar var það Son Heung-min sem afgreiddi leikinn.

Charlie Austin minnkaði þó muninn fyrir Southampton í uppbótartímanum en nær komust þeir ekki.

Ralph Hasenhuttl var ráðinn stjóri Southampton í dag en hann var ekki á hliðarlínunni í kvöld. Hann verður á bekknum í næsta leik Southampton sem er í átjánda sætinu.

Tottenham er hins vegar í fimmta sætinu með 30 stig, stigi á eftir Chelsea sem er í þriðja sætinu. Þar er því rosaleg barátta framundan um topp fjögur sætin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira