Liverpool kom til baka á Turf Moor

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino fagnar marki sínu í kvöld.
Firmino fagnar marki sínu í kvöld. vísir/getty
Liverpool kom til baka regn Burnley á Turf Moor og vann 3-1 sigur eftir að hafa lent 1-0 undir. Liverpool snéri leiknum á síðustu 30 mínútum leiksins og skoruðu þrjú mörk.

Það var markalaust í hálfleik en á 54. mínútu var það Jack Cork sem kom Burnley yfir eftir darraðadans í teig Liverpool.

Liverpool var ekki lengi að snúa leiknum sér í hag. James Milner jafnaði metin átta mínútum síðar og á 69. mínútu var það Roberto Firmino sem kom Liverpool yfir.

Í uppbótartímanum var það svo Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri sem rak síðasta naglann í líkkistu Burnley en hann rak endann á skyndisókn Liverpool.

Ekki urðu mörkin fleiri og öflugur sigur Liverpool en Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn á hægri vængnum hjá Burnley og átti fínan leik.

Liverpool er því áfram í öðru sætinu tveimur stigum á eftir Manchester City en Burnley er í vandræðum. Þeir eru í næst neðsta sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira