Enski boltinn

Gomez frá í allt að sex vikur og gæti misst af tíu leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joe verður fyrir tæklingunni frá Ben Mee.
Joe verður fyrir tæklingunni frá Ben Mee. visir/getty
Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, verður á meiðslalistanum í allt að sex vikur eftir meiðsli sem hann varð fyrir í deildarleik gegn Burnley i fyrrakvöld.

Gomez var borinn af velli í fyrri hálfleik á miðvikudagskvöldið í leik sem Liverpool lenti undir í en kom svo til baka og vann 3-1 sigur. Mikilvægur sigur í toppbaráttunni.

Gomez varð fyrir nokkuð harkalegri tæklingu frá Ben Mee og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kvartaði meðal annars yfir framferði leikmanna Burnley eftir leikinn. Hann líkti varnarleik þeirra við keilu.

Varnarmaðurinn ungi, sem er 21 árs, gæti misst af næstu tíu leikjum Liverpool og fari allt á versta veg gæti það orðið lengra. Læknateymi Liverpool vonar þó að Gomez missi í mesta lagi af tíu leikjum.

Gomez hefur verið öflugur í vörn Liverpool í vetur og hefur byrjað tólf af þrettán leikjum liðsins í deildinni. Hann og Virgil van Dijk hafa náð vel saman í vörninni og Dejan Lovren og Joel Matip hafa þurft að verma tréverkið að mestu leyti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×