Klopp sagði leikmenn sína í stórhættu og líkti varnarleik Burnley við keilu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 12:00 Jürgen Klopp og ein af tæklingum Burnley-manna í leiknum. Samsett/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með sigurinn en ekki leikstíl mótherjanna í 3-1 sigri Liverpool á Burnley í gær. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley létu vel finna fyrir sér í leiknum og nokkrar skrautlegar tæklingar litu dagsins ljós á rennandi blautum vellinum. „Við unnum leikinn en þeir buðu upp rennitæklingar á blautu grasinu frá byrjun leiks og ég er á því að dómarinn hafi þurft að taka á því strax. Meiðslahættan ere gríðarleg,“ sagði Jürgen Klopp. „Þú nærð boltanum, sem er gott, en þetta er eins og í keilu því þú tekur síðan leikmanninn niður líka. Það gerðist fjórum eða fimm sinnum í leiknum,“ sagði Klopp. „Allir eru hrifnir af fyrstu þremur eða fjórum tæklingunum í leikjum. Ég veit það. Það er hluti af fótboltanum en þetta hefur sínar afleiðingar. Dómarinn dæmir ekkert en svo meiðist Joe Gomez,“ sagði Klopp."It's like bowling." Jurgen Klopp was not impressed with Burnley's challenges as Liverpool came from behind at Turf Moor.https://t.co/XWZdEfkNZZpic.twitter.com/W6PSlA5bx4 — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var mjög sáttur með tæklingar sinna manna í leiknum og sagði sína menn hafa átt nokkrar frábærar tæklingar í leiknum. „Mér fannst tímasetningin á tæklingunum vera frábær. Þú verður að vinna boltann og þú verður að bjóða þessum mönnum birginn,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche og Jürgen Klopp voru ekki alltof sáttir í leikslok en Dyche virtist þá lesa Klopp pistilinn eftir að þeir þökkuðu hvorum öðrum fyrir leikinn. „Ég lét sjálfur finna fyrir mér sem leikmaður og tæklingar eru hluti af leiknum. Völlurinn var blautur og þegar menn vaða svona í tæklingarnar þá er alltaf hætta á meiðslum. Þannig var það með Joe Gomez,“ sagði Jürgen Klopp. Joe Gomez fór af velli eftir aðeins 23 mínútna leik eftir eina af viltu tæklingum Burnley-manna í leiknum. „Við urðum að taka ótrúlega mikilvægan leikmann af velli. Við vildum lík vinna leikinn fyrir Joe í seinni hálfleiknum. Strákarnir kláruðu þetta fyrir hann og nú verðum við að sjá til hversu alvarleg meiðslin eru hjá Joe,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Jürgen Klopp strax eftir leikinn. Enski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur með sigurinn en ekki leikstíl mótherjanna í 3-1 sigri Liverpool á Burnley í gær. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley létu vel finna fyrir sér í leiknum og nokkrar skrautlegar tæklingar litu dagsins ljós á rennandi blautum vellinum. „Við unnum leikinn en þeir buðu upp rennitæklingar á blautu grasinu frá byrjun leiks og ég er á því að dómarinn hafi þurft að taka á því strax. Meiðslahættan ere gríðarleg,“ sagði Jürgen Klopp. „Þú nærð boltanum, sem er gott, en þetta er eins og í keilu því þú tekur síðan leikmanninn niður líka. Það gerðist fjórum eða fimm sinnum í leiknum,“ sagði Klopp. „Allir eru hrifnir af fyrstu þremur eða fjórum tæklingunum í leikjum. Ég veit það. Það er hluti af fótboltanum en þetta hefur sínar afleiðingar. Dómarinn dæmir ekkert en svo meiðist Joe Gomez,“ sagði Klopp."It's like bowling." Jurgen Klopp was not impressed with Burnley's challenges as Liverpool came from behind at Turf Moor.https://t.co/XWZdEfkNZZpic.twitter.com/W6PSlA5bx4 — BBC Sport (@BBCSport) December 6, 2018Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, var mjög sáttur með tæklingar sinna manna í leiknum og sagði sína menn hafa átt nokkrar frábærar tæklingar í leiknum. „Mér fannst tímasetningin á tæklingunum vera frábær. Þú verður að vinna boltann og þú verður að bjóða þessum mönnum birginn,“ sagði Sean Dyche. Sean Dyche og Jürgen Klopp voru ekki alltof sáttir í leikslok en Dyche virtist þá lesa Klopp pistilinn eftir að þeir þökkuðu hvorum öðrum fyrir leikinn. „Ég lét sjálfur finna fyrir mér sem leikmaður og tæklingar eru hluti af leiknum. Völlurinn var blautur og þegar menn vaða svona í tæklingarnar þá er alltaf hætta á meiðslum. Þannig var það með Joe Gomez,“ sagði Jürgen Klopp. Joe Gomez fór af velli eftir aðeins 23 mínútna leik eftir eina af viltu tæklingum Burnley-manna í leiknum. „Við urðum að taka ótrúlega mikilvægan leikmann af velli. Við vildum lík vinna leikinn fyrir Joe í seinni hálfleiknum. Strákarnir kláruðu þetta fyrir hann og nú verðum við að sjá til hversu alvarleg meiðslin eru hjá Joe,“ sagði Klopp. Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Jürgen Klopp strax eftir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Sjá meira