Líf vísar „lygaspuna“ um heimsókn sína á Klaustur til föðurhúsanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2018 17:45 Líf Magneudóttir Fréttablaðið/Sigtryggur Ari. Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé „lygaspuni frá óvildarmönnum“.Fullyrt var á vef Viljans, nýjum fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar, í dag að Líf og Gunnlaugur Bragi hafi setið „drykklanga stund“ með Miðflokksmönnunum þremur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni og Gunnari Braga Sveinssyni kvöldið örlagaríka þar sem samræður þeirra og annarra þingmanna voru teknar upp og síðar sendar fjölmiðlum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hávær krafa hefur verið uppi um að Miðflokksmennirnir þrír, sem og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins, segi af sér vegna málsins.Voru á barnum umrætt kvöld og heilsuðu MiðflokksmönnumÍ færslu á Facebook segir Líf að það sé rétt að hún og Gunnlaugur Bragi hafi sest niður á barnum Klaustri sama kvöld og þingmennirnir umræddu sátu að sumbli, þau hafi setið í sama rými og þremenningarnir. „Eftir drykklanga stund tekur Sigmundur Davíð eftir mér en við höfum þekkst síðan við störfuðum bæði á RÚV. Hann kallaði á okkur og bauð okkur að setjast hjá þeim. Við þáðum boðið en áttuðum okkur fljótt á því að félagarnir væru ofurölvi og varla samræðuhæfir,“ skrifar Líf.Skömmu eftir að Sigmundur Davíð sagði sig úr Framsóknarflokknum hvatti Björn Ingi framfarasinnað samvinnufólk til þess að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingu hins fyrrnefnda.Vísir/ValliÞau hafi því ákveðið að kasta á þá kveðju og halda heim á leið. „Þeir sýndu okkur á engan hátt dónaskap eða töluðu með sama hætti um fólk og við höfum fengið að kynnast í fjölmiðlum undanfarið. Líklega vegna þess að við vorum utanaðkomandi og ekki nema kunningjar í pólitík,“ skrifar Líf. Um „ekki-frétt“ að ræða að mati Lífar Þá er hún afar harðorð í garð þess sem skrifaði frétt Viljans um málið og segir Líf að um svokallaða „ekki-frétt“ sé að ræða. Það sé ekki fréttnæmt að hennar mati þegar kollegar setjist niður á bar til að spjalla um daginn og veginn. Þá hafi hún ekki reynt að fela þá staðreynd að hún hafi setið á barnum Klaustri umrætt kvöld.„Allar tilraunir til þess að draga mig eða Gunnlaug inn í þetta á nokkurn hátt og spyrða okkur við þessa úrkynjun og mannhatur sem átti sér stað þetta kvöld eru lygaspuni frá óvildarmönnum. Blásaklaust fólk hefur verið dregið inn í þetta mál en ábyrgðin er alfarið sexmenninganna. Ég vísa þessu því alfarið til föðurhúsanna.“Færslu Lífar má sjá hér að neðan í heild sinni.< Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 „Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9. desember 2018 12:05 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Líf Magneudóttir, oddviti VG í borgarstjórn, segir að tilraunir til þess að reyna að tengja hana og Gunnlaug Braga Björnsson, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, við setu á barnum Klaustri með þingmönnum Miðflokksins sem þar sátu á dögunum að sumbli og ræddu frjálslega um aðra þingmenn og þjóðþekkta einstaklinga sé „lygaspuni frá óvildarmönnum“.Fullyrt var á vef Viljans, nýjum fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar, í dag að Líf og Gunnlaugur Bragi hafi setið „drykklanga stund“ með Miðflokksmönnunum þremur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Bergþóri Ólasyni og Gunnari Braga Sveinssyni kvöldið örlagaríka þar sem samræður þeirra og annarra þingmanna voru teknar upp og síðar sendar fjölmiðlum. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hávær krafa hefur verið uppi um að Miðflokksmennirnir þrír, sem og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins, segi af sér vegna málsins.Voru á barnum umrætt kvöld og heilsuðu MiðflokksmönnumÍ færslu á Facebook segir Líf að það sé rétt að hún og Gunnlaugur Bragi hafi sest niður á barnum Klaustri sama kvöld og þingmennirnir umræddu sátu að sumbli, þau hafi setið í sama rými og þremenningarnir. „Eftir drykklanga stund tekur Sigmundur Davíð eftir mér en við höfum þekkst síðan við störfuðum bæði á RÚV. Hann kallaði á okkur og bauð okkur að setjast hjá þeim. Við þáðum boðið en áttuðum okkur fljótt á því að félagarnir væru ofurölvi og varla samræðuhæfir,“ skrifar Líf.Skömmu eftir að Sigmundur Davíð sagði sig úr Framsóknarflokknum hvatti Björn Ingi framfarasinnað samvinnufólk til þess að ganga til liðs við stjórnmálahreyfingu hins fyrrnefnda.Vísir/ValliÞau hafi því ákveðið að kasta á þá kveðju og halda heim á leið. „Þeir sýndu okkur á engan hátt dónaskap eða töluðu með sama hætti um fólk og við höfum fengið að kynnast í fjölmiðlum undanfarið. Líklega vegna þess að við vorum utanaðkomandi og ekki nema kunningjar í pólitík,“ skrifar Líf. Um „ekki-frétt“ að ræða að mati Lífar Þá er hún afar harðorð í garð þess sem skrifaði frétt Viljans um málið og segir Líf að um svokallaða „ekki-frétt“ sé að ræða. Það sé ekki fréttnæmt að hennar mati þegar kollegar setjist niður á bar til að spjalla um daginn og veginn. Þá hafi hún ekki reynt að fela þá staðreynd að hún hafi setið á barnum Klaustri umrætt kvöld.„Allar tilraunir til þess að draga mig eða Gunnlaug inn í þetta á nokkurn hátt og spyrða okkur við þessa úrkynjun og mannhatur sem átti sér stað þetta kvöld eru lygaspuni frá óvildarmönnum. Blásaklaust fólk hefur verið dregið inn í þetta mál en ábyrgðin er alfarið sexmenninganna. Ég vísa þessu því alfarið til föðurhúsanna.“Færslu Lífar má sjá hér að neðan í heild sinni.<
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52 „Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9. desember 2018 12:05 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Nýr flokkur Björns Inga sameinast nýrri hreyfingu Sigmundar Davíðs Björn Ingi segir það heillavænlegra að sameina krafta framfarasinnaðs fólks í stað þess að dreifa þeim og því muni Samvinnufólk glaðbeitt ganga til liðs við miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs. 28. september 2017 10:52
„Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9. desember 2018 12:05
Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08