Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 11:08 Björn Ingi Hrafnsson Fréttablaðið/Valli Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. Frá þessu greinir Björn Ingi á Facebook-síðu sinni en þar segir Björn að hann hafi verið við níu ára aldurinn þegar hann hafi ákveðið að verða blaðamaður. Því hafi hann stofnað blaðið Viljann og fjölritað eintök af því. Nú sé hins vegar kominn tími ti að endurvekja Viljann, nú sem vefmiðil. „Formleg opnun er á næstu dögum, við erum bara að prófa hvort allt virki og setja þetta af stað í rólegheitum,“ skrifar Björn Ingi. Á vefsíðu Viljans segir að íslenskir fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar í „í stað þess að leggja áherslu á túlkun, ályktanir og úrvinnslu.“ Umræðan verði því yfirborðskennd og meira sé um upphrópanir og stóryrði en málefni og staðreyndir. Því séu uppi „kjöraðstæður fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil sem hefur góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði og veitir almenningi þá mikilvægu þjónustu að sía það markverðasta úr upplýsingaflóðinu“ og segir einnig að Viljinn sé slíkur miðill. Síðustu afskipti Björns Inga af fjölmiðlum voru á síðasta ári en þá var hann forsvarsmaður Pressusamstæðunnar sem rak meðal annars DV og Pressuna. Pressan var tekin til gjaldþrotaskipta í desember árið 2017. 315 milljón króna kröfum var lýst í þrotabú Pressunnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. 20. febrúar 2018 13:27 Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. Frá þessu greinir Björn Ingi á Facebook-síðu sinni en þar segir Björn að hann hafi verið við níu ára aldurinn þegar hann hafi ákveðið að verða blaðamaður. Því hafi hann stofnað blaðið Viljann og fjölritað eintök af því. Nú sé hins vegar kominn tími ti að endurvekja Viljann, nú sem vefmiðil. „Formleg opnun er á næstu dögum, við erum bara að prófa hvort allt virki og setja þetta af stað í rólegheitum,“ skrifar Björn Ingi. Á vefsíðu Viljans segir að íslenskir fjölmiðlar keppist um að vera fyrstir með fréttirnar í „í stað þess að leggja áherslu á túlkun, ályktanir og úrvinnslu.“ Umræðan verði því yfirborðskennd og meira sé um upphrópanir og stóryrði en málefni og staðreyndir. Því séu uppi „kjöraðstæður fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil sem hefur góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði og veitir almenningi þá mikilvægu þjónustu að sía það markverðasta úr upplýsingaflóðinu“ og segir einnig að Viljinn sé slíkur miðill. Síðustu afskipti Björns Inga af fjölmiðlum voru á síðasta ári en þá var hann forsvarsmaður Pressusamstæðunnar sem rak meðal annars DV og Pressuna. Pressan var tekin til gjaldþrotaskipta í desember árið 2017. 315 milljón króna kröfum var lýst í þrotabú Pressunnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. 20. febrúar 2018 13:27 Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Segir Björn Inga hafa boðist til að greiða milljóna skuld með steikum Árni Harðarson, forvarsmaður Dalsins ehf. segir að Björn Ingi Hrafnsson hafi hótað Árna og öðrum eigendum Dalsins. Markmiðið hafi verið að koma sér framhjá skoðum opinberra aðila á bókhaldi og fjárreiðum Pressunar og tengdra miðla. 20. febrúar 2018 13:27
Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53