Innlent

Vetrarparadís á Akureyri vekur athygli víða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það minnir svo ótal margt á jólin á Akureyri þessi dægrin.
Það minnir svo ótal margt á jólin á Akureyri þessi dægrin. Linda Ólafsdóttir

Það snjóar bara og snjóar á Akureyri og hefur gert undanfarna tvo sólarhringa. Höfuðborg Norðurlands er á kafi í snjó eins og sjá má glögglega á myndum sem Linda Ólafsdóttir tók í morgun.

Linda, sem er áhugaljósmyndari og búið stærri hluta ævi sinnar á Akureyri, rölti með börnum sínum í skólann í morgun og greip myndavélina með. Hún birti myndirnar sínar á Facebook-síðu sinni Allt sem ég sé og hafa myndirnar vakið mikla athygli.

Hátt í 500 manns víðs vegar um heiminn hafa deilt myndasafni Lindu.

„Ég hef fengið skilaboð frá Kanada og Þýskalandi. Fólk er bara að missa sig,“ sagði Linda á léttum nótum í samtali við Vísi. Hún telur að byrjað hafi að snjóa í fyrrakvöld og því sé um uppsafnaðan snjó yfir tæpa tvo sólarhringa að ræða.

Hún segir Akureyringa upp til hópa fagna snjónum því þau vilji snjó í Hlíðarfjall svo hægt verði að komast á skíði. Snjórinn hvarf á skíðasvæðum víðs vegar um landið á dögunum í mikilli úrkomu sem var töluvert áfall fyrir margan skíðaáhugamanninn.

Valdar myndir Lindu má sjá hér að neðan.

Morgungangan hjá Lindu var í hvítari kantinum. Linda Ólafsdóttir
Hér gætu íbúar þurft að grafa sig út. Vísir/Vilhelm
Lýsingin fyrir norðan er í alls kyns litum. Vísir/Vilhelm
Skóflur voru nauðsynlegar þeim sem ætluðu að ferðast á bílum á Akureyri í morgun. Linda Ólafsdóttir
Sumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla. Linda Ólafsdóttir
Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór. Linda Ólafsdóttir
Ef einhver er að leita að stað til að gera snjóengla þá gæti þessi blettur reynst góður. Linda Ólafsdóttir
Við kirkjugarðinn fór fram heilmikill mokstur. Linda Ólafsdóttir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.