Erlent

Erdogan segir MDE elska hryðjuverk

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tyrkjaforseti gagnrýnir Mannréttindadómstólinn.
Tyrkjaforseti gagnrýnir Mannréttindadómstólinn. Nordicphotos/AFP
Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í ræðu í forsetahöllinni í gær.

Dómstóllinn sagði að Tyrkjum bæri að leysa Demirtas úr haldi á þriðjudag. Sögðu að hann hefði verið of lengi í gæsluvarðhaldi. Demirtas hefur verið í haldi í um tvö ár og á yfir höfði sér 142 ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot tengd meintum stuðningi við Verkamannaflokk Kúrda (PKK) er Tyrkir, NATO og ESB flokka sem hryðjuverkasamtök.

„Ekkert ríki eða stofnun sem lofar Gulenista á rétt á því að tjá sig um lýðræði. Þetta er engin leit að réttlætinu, þetta er einfaldlega ást á hryðjuverkum,“ sagði Erdogan og vísaði þar til útlæga klerksins Feth­ullahs Gulen. Hann hefur Erdogan sakað um að bera ábyrgð á misheppnaðri valdaránstilraun árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×