Liverpool Echo: Einn leikmaður Cardiff City vonar að Gylfi geti spilað á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson var í viðtali hjá Liverpool Echo vegna leiks Cardiff City á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Umræðuefnið þarf nú ekki að koma óvart enda er blaðið í Bítlaborginni og með Everton leikur góður félagi hans úr íslenska landsliðinu. Aron Einar fer þarna yfir góðan vinskap sinn og Gylfa Þórs Sigurðssonar en þeir hafa verið miklir félagar síðan að þeir hittust fyrst í íslenska sautján ára landsliðinu. Saman hafa þeir síðan farið fyrir íslenska knattspyrnulandsliðinu í ævintýrum þess á undanförnum árum. Gylfi er að koma til baka eftir meiðsli en af þeim sökum gat Gylfi ekki verið með íslenska landsliðinu í leikjum á móti Belgíu og Katar. Aron Einar spilaði aftur á móti sinn fyrsta landsleik í nokkurn tíma á móti Belgíu. Blaðamaður Liverpool Echo hefur það eftir Aroni Einari að hann fái tækifæri til að mæta vini sínum á miðjunni á Goodison Park á morgun. „Everton liðið hefur verið að standa sig betur en á síðustu leiktíð. Nýi stjórinn þeirra hefur breytt mörgum hlutum hjá þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Ég hef auðvitað talað við Gylfa en ég veit ekki hvort hann verði hundrað prósent klár því hann var ekki með íslenska landsliðinu í síðustu viku,“ sagði Aron Einar og notaði tækifærið til að gagnrýna tæklingu Chelsea mannsins Jorginho á Gylfa. Gylfi meiddist á ökkla við hana. „Þetta var ekki falleg tækling frá Jorginho. Þetta var ljótt að sjá ekki síst að þarna var maður sem ég þekki vel. Þetta var glannarlegt og leit ekki vel út í hægri endursýningu,“ sagði Aron.The reason why one Cardiff City player is hoping Gylfi Sigurdsson is fit to play for Everton this weekend https://t.co/HBynvyZzsx#everton#efc#toffees — Everton FC Live News (@efcliveupdates) November 23, 2018Aron Einar hrósar Gylfa fyrir frammistöðu sína í vetur. „Gylfi hefur staðið sig mjög vel en við vitum hvað hann getur og nú er hann að spila sína uppáhaldsstöðu. Auk hæfileikanna og tækninnar þá er einn duglegasti leikmaðurinn. Ég veit hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir íslenska landsliðið og nú er hann að gera það sama fyrir Everton, að gefa stoðsendingar og skora mörk,“ sagði Aron.Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í varnarvegg á móti Lionel Messi með þeim Birki Bjarnasyni og Herði Björgvini Magnússyni.Vísir/Getty„Það verður krefjandi verkefni að stoppa hann en það er ekki bara hann því það eru fleiri leikmenn í Everton liðinu sem hafa verið að spila vel á leiktíðinni. Ég hlakka samt til að mæta Gylfa á ný,“ sagði Aron. „Við hittumst fyrst með sautján ára landsliðinu í leik á móti Danmörku. Ég er að norðan og það var í fyrsta sinn sem ég hitti þessa stráka að sunnan,“ sagði Aron. „Við tölum núna saman á hverjum degi. Við höfum þekkst síðan við vorum sautján ára gamlir og þekkjum því hvorn annan mjög vel. Ég veit vel hvað hann getur. Ég þekki hans kosti og hans galla. Þeir eru ekki margir en nokkrir,“ sagði Aron. „Gylfi var hjá Tottenham síðast þegar við vorum báðir í ensku úrvalsdeildinni. Ég man vel þegar við mættumst. Það er ekki auðvelt en þegar leikurinn er flautaður á þá snýst allt um að ná í stigin þrjú. Ég nýt þess samt að mæta félaga mínum í landsliðinu og hef þá eitthvað auka til að hlakka til eftir leikinn,“ sagði Aron Einar en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var í viðtali hjá Liverpool Echo vegna leiks Cardiff City á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Umræðuefnið þarf nú ekki að koma óvart enda er blaðið í Bítlaborginni og með Everton leikur góður félagi hans úr íslenska landsliðinu. Aron Einar fer þarna yfir góðan vinskap sinn og Gylfa Þórs Sigurðssonar en þeir hafa verið miklir félagar síðan að þeir hittust fyrst í íslenska sautján ára landsliðinu. Saman hafa þeir síðan farið fyrir íslenska knattspyrnulandsliðinu í ævintýrum þess á undanförnum árum. Gylfi er að koma til baka eftir meiðsli en af þeim sökum gat Gylfi ekki verið með íslenska landsliðinu í leikjum á móti Belgíu og Katar. Aron Einar spilaði aftur á móti sinn fyrsta landsleik í nokkurn tíma á móti Belgíu. Blaðamaður Liverpool Echo hefur það eftir Aroni Einari að hann fái tækifæri til að mæta vini sínum á miðjunni á Goodison Park á morgun. „Everton liðið hefur verið að standa sig betur en á síðustu leiktíð. Nýi stjórinn þeirra hefur breytt mörgum hlutum hjá þeim,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Ég hef auðvitað talað við Gylfa en ég veit ekki hvort hann verði hundrað prósent klár því hann var ekki með íslenska landsliðinu í síðustu viku,“ sagði Aron Einar og notaði tækifærið til að gagnrýna tæklingu Chelsea mannsins Jorginho á Gylfa. Gylfi meiddist á ökkla við hana. „Þetta var ekki falleg tækling frá Jorginho. Þetta var ljótt að sjá ekki síst að þarna var maður sem ég þekki vel. Þetta var glannarlegt og leit ekki vel út í hægri endursýningu,“ sagði Aron.The reason why one Cardiff City player is hoping Gylfi Sigurdsson is fit to play for Everton this weekend https://t.co/HBynvyZzsx#everton#efc#toffees — Everton FC Live News (@efcliveupdates) November 23, 2018Aron Einar hrósar Gylfa fyrir frammistöðu sína í vetur. „Gylfi hefur staðið sig mjög vel en við vitum hvað hann getur og nú er hann að spila sína uppáhaldsstöðu. Auk hæfileikanna og tækninnar þá er einn duglegasti leikmaðurinn. Ég veit hversu mikilvægur hann hefur verið fyrir íslenska landsliðið og nú er hann að gera það sama fyrir Everton, að gefa stoðsendingar og skora mörk,“ sagði Aron.Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson í varnarvegg á móti Lionel Messi með þeim Birki Bjarnasyni og Herði Björgvini Magnússyni.Vísir/Getty„Það verður krefjandi verkefni að stoppa hann en það er ekki bara hann því það eru fleiri leikmenn í Everton liðinu sem hafa verið að spila vel á leiktíðinni. Ég hlakka samt til að mæta Gylfa á ný,“ sagði Aron. „Við hittumst fyrst með sautján ára landsliðinu í leik á móti Danmörku. Ég er að norðan og það var í fyrsta sinn sem ég hitti þessa stráka að sunnan,“ sagði Aron. „Við tölum núna saman á hverjum degi. Við höfum þekkst síðan við vorum sautján ára gamlir og þekkjum því hvorn annan mjög vel. Ég veit vel hvað hann getur. Ég þekki hans kosti og hans galla. Þeir eru ekki margir en nokkrir,“ sagði Aron. „Gylfi var hjá Tottenham síðast þegar við vorum báðir í ensku úrvalsdeildinni. Ég man vel þegar við mættumst. Það er ekki auðvelt en þegar leikurinn er flautaður á þá snýst allt um að ná í stigin þrjú. Ég nýt þess samt að mæta félaga mínum í landsliðinu og hef þá eitthvað auka til að hlakka til eftir leikinn,“ sagði Aron Einar en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti