Erlent

Bitinn í höfuðið af hákarli

Samúel Karl Ólason skrifar
Krause segist muna eftir hljóðinu þegar hákarlinn beit hann inn að beini.
Krause segist muna eftir hljóðinu þegar hákarlinn beit hann inn að beini.
Bandaríkjamaðurinn Will Krause komst í hann krappan í sumar þegar hann var við spjótaveiðar undan ströndum Abacos í Bahamaeyjum. Hann var þar ásamt nokkrum vinum sínum þegar um tveggja metra langur hákarl kom og beit hann í hnakkann.

Atvikið náðist á myndband og birti Kraus myndbandið og myndir af atvikinu á dögunum.

Krause segist ekki muna vel eftir atvikinu. Hann muni hins vegar vel eftir hljóðinu þegar hákarlinn beit inn að beini. Það hafi verið mjög óþægilegt hljóð.

Þá segist hann ekki ætla að hætta að synda í sjónum. nema hann verði bitinn aftur.

Hér má sjá Krause ræða hljóðið og mynd af sárunum sem hann hlaut vegna bitsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.