ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 20:00 Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“ Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira