ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 20:00 Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“ Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira