ASÍ telur átakshóp um húsnæðismál fara of seint af stað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 20:00 Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“ Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Átakshópur ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka vinnumarkaðarins á að skila tillögum til úrbóta á húsnæðismarkaði í janúar. Fyrsti varaforseti ASÍ segir vinnuna fara of seint af stað þar sem kjarasamningar renni út um áramótin en forsætisráðherra er bjartsýn á að hópurinn skili af sér raunhæfum tillögum innan skamms. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu sameiginlega tillögu að stofnun hópsins í ríkisstjórn í morgun. Átakshópurinn á að kynna heildstæða lausn eigi síðar en 20. janúar 2019. Formenn hópsins verða Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. „Við ákváðum í kjölfarið að setja á laggirnar þennan átakshóp sem er ekki að fara í það að kortleggja stöðuna, við vitum alveg mæta vel hver hún er, heldur að fara í það að koma með tillögur að aðgerðum innan þröngs tímaramma, hann hefur tíma fram í janúar til þess að skila af sér niðurstöðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Á árunum 2013-2017 fjölgaði íbúðum hér á landi um 6.500 en samkvæmt mati Íbúðalánasjóðs hefði þeim þurft að fjölga um hátt í 16 þúsund til þess að mæta fullri þörf. Vilhjálmur Birgisson, fyrsti varaforseti ASÍ, fagnar því að vinna hópsins sé farin af stað en verkalýðshreyfingin leggur mikla áherslu á húsnæðismál í komandi kjaraviðræðum. „En ég harma það hins vegar að það sé verið að gera þetta núna fimm mínútum áður en að kjarasamningar renna út ef að þannig má að orði komast. Það eru einungis 25 virkir dagar þar til að kjarasamningar renna út og það eru líka fjölmörg önnur atriði sem stjórnvöld eiga eftir að svara okkur,“ segir Vilhjálmur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst nokkuð bjartsýn. „Ég vonast til þess og er bjartsýn á það að þessi hópur skili raunverulegum aðgerðum innan skamms,“ segir Katrín. Vilhjálmur óttast að tíminn sé að renna út en verkalýðshreyfingin hefur haft uppi stór orð um húsnæðismál í umræðunni um kjaraviðræður. „Ef þessi hópur á að skila 20. janúar þá verð ég að segja alveg eins og er að þá líst mér ekki á blikuna.“
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira