Enski boltinn

Mourinho: Hef verið fjórtán sinnum í Meistaradeildinni og fjórtán sinnum komist áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho og Pogba í kvöld.
Mourinho og Pogba í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var sem fyrr í stuði eftir 1-0 sigur Manchester Unitd á Young Boys í Meistaradeildinni í kvöld en sigurinn var afar torsóttur.

Sigurmarkið kom í uppbótartímanum í síðari hálfleik er boltinn datt fyrir Marouane Fellaini sem kláraði færið vel. 1-0 sigur gegn svissnesku meisturunum og United komið áfram í 16-liða úrslitin.

„Það mikilvægasta er að komast áfram og fyrir nokkra af mínum elskendum eða þá sem hafa gaman af tölfræði; ég hef verið fjórtán tímabil í Meistaradeildinni o gfjórtán sínum hef ég komist upp úr riðlakeppninni,“ og bætti við:

„Tímabilið sem ég var ekki í Meistaradeildinni þá vann ég Evrópudeildina,“ sagði hinn kokhrausti Portúgali í leikslok. Hann segir að riðillinn sem United hafi verið í hafi verið erfiður:

„Þetta var erfiður riðill og að komast upp úr riðlinum með einn leik eftir er gott. Frammistaðan sýndi bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Við klúðruðum of mörgum færum,“

„David De Gea þurfti einungis að verja einu sinni og það leit út fyrir að vera stórkostleg markvarsla, varsla sem besti markvörður í heimi tekur og gefur liðinu tækifæri á að vinna leikinn.“


Tengdar fréttir

Messan: „Tvö slökustu lið í sögu United“

Manchester United liðið hefur ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili og Reynir Leóosson, sparkspekingur Messunnar, er ekki hrifinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×