Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 23:46 Kristinn Hrafnsson. Vísir Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“. Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Kristinn Hrafnsson sem unnið hefur fyrir uppljóstranavefinn Wikileaks segist nú safna fé til að lögsækja breska blaðið The Guardian vegna umfjöllunar þess um meinta „leynifundi“ Julians Assange, stofnanda Wikileaks, og Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Fullyrðir Kristinn að fréttin sé „þvættingur frá upphafi til enda“. The Guardian vísaði til ónafngreindra heimildarmanna um að Assange hefði átt að minsta kosti þrjá fundi með Manafort í sendiráði Ekvador í London þar sem Ástralinn hefur hafst við undanfarin ár. Ekki sé vitað um hvað þeim fór á milli en að síðasti fundurinn hafi átt sér stað rétt áður en Wikileaks birti fjölda tölvupósta sem rússneskir hakkarar stálu frá Demókrataflokknum. Opinber rannsókn stendur yfir í Bandaríkjunum á því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar þar árið 2016. Rannsóknin hefur meðal annars beinst að samskiptum manna sem tengjast Trump við Wikileaks. Fram hefur komið að Assange sendi syni Trump ítrekað skilaboð í tengslum við Wikileaks. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 en hætti í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Hann hefur síðan verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og að hafa starfað sem málsvari erlends ríkis án þess að tilkynna bandarískum yfirvöldum um það. Segir blaðamann Guardian auðvirðulegan Í færslu á Facebook sakar Kristinn The Guardian um að hafa flutt rangar fréttir af Wikileaks og Assange árum saman. Enginn fótur sé fyrir frétt blaðsins um fundi Assange og Manafort. „Það gefur augaleið hvaða áhrif frétt af þessum toga hefur og hvernig henni er ætlað að vera einhver sönnun um samsæri [Wikileaks] með [R]ússum,“ skrifar Kristinn. Fréttin komi í kjölfar þess að opinberað hafi verið að bandarísk stjórnvöld undirbúi ákæru á hendur Assange og krefjist framsals hans. Þá sé ljóst að ný ríkisstjórn Ekvadors reyni að koma Assange úr sendiráðinu í fang Bandaríkjastjórnar. Segist Kristinn hafa stofnað til hópfjármögnunar á málshöfðun gegn The Guardian sem hafi farið gróflega yfir strikið með umfjöllun sinni. „Ekkert skaðar blaðamennsku meira en óvandaðir og auðvirðulegir blaðamenn,“ skrifar Kristinn. Í annarri færslu sagði hann frétt breska blaðsins „þvætting frá upphafi til enda“.
Bandaríkin Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48