Milljarður í sekt eftir að hafa valdið skógareldi með kynafhjúpunarsprengju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 10:45 Tilkomumikið en örlagaríkt. Mynd/Skjáskot Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu. Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu.
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira