Fótbolti

Mourinho sleppur við refsingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vatnsbrúsarnir liggja grunlausir um þær hamfarir sem þeir áttu eftir að upplifa stundarkorni síðar
Vatnsbrúsarnir liggja grunlausir um þær hamfarir sem þeir áttu eftir að upplifa stundarkorni síðar vísir/getty

Jose Mourinho mun ekki fá neina refsingu fyrir flöskufögnuð sinn á hliðarlínunni á Old Trafford í leik Manchester United og Young Boys í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.

Frammistaða United í leiknum var ekki til eftirbreytni en liðið fór þó með sigur af hólmi þökk sé sigurmarki Marouane Fellaini í uppbótartíma.

Mourinho brást nokkuð óvenjulega við markinu, labbaði að tveimur bökkum af vatnsbrúsum á hliðarlínunni, sparkaði öðrum þeirra niður og tók hinn upp og grýtti í jörðina.

UEFA hefur ákveðið að refsa Portúgalanum ekki fyrir hegðun hans.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.