Segir mjög mikla kvenfyrirlitningu í orðum þingmannanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:36 Helga Vala Helgadóttir sagðist Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan. Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Helga Vala Helgadóttir segjast ekki sátt við hvernig þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins heyrast tala um samstarfsmenn sína á Alþingi á leynilegum upptökum. Fjölmiðlar birtu fréttir af upptökunum í gær, sem DV og Stundin hafa undir höndum, en þær náðust þar sem þingmenn flokkanna sátu á hótelbar við drykkju þann 20. nóvember. Willum sagðist miður sín og hann gæti ekki ímyndað sér annað en að þeir sem að „tóku þátt í þessum galskap líði bara mjög illa með þetta“. Hann sagðist ekki hafa upplifað þessa stemningu meðal fólks á þingi og hann væri hlessa yfir þessu. Helga Vala sagði mikla kvenfyrirlitningu hafa verið í orðum þingmannanna. „Mér finnst þetta bara alveg ömurlegt,“ sagði hún. Hún sagði líka að fleiri angar væru á málinu og nefndi sérstaklega ummæli Gunnars Braga um Utanríkisráðherratíð hans og skipanir hans í sendiherrastöður. „Hvernig hann fer og hittir Bjarna Ben í forsætisráðuneyti og þar er hann beðinn um að gera Geir [Haarde] að sendiherra og hann segir: „Okei, ég skal gera það ef þú gerir mig seinna að sendiherra“ og hvernig þeir ræða það að setja Árna Þór Sigurðsson í sendiherradjobb til þess að fela ósköpin.“ „Að sitja þarna á bar og vera að ræða þetta svona. Í hvaða tilgangi? ég veit það ekki,“ sagði Helga. „Svo er hitt, hvernig samflokksmenn eru að tala um sinn formann. Ingu Sæland. Eru þið að grínast í mér? Sjáið hverju hún hefur áorkað. Hún stofnar stjórnmálaflokk, er formaður, kemur fjórum þingmönnum inn á þing. Hvaða vitleysa er þetta? Hvernig dettur þessum mönnum í hug að tala með þessum hætti um þessa konu?“ Helga nefndi einnig hvernig talað hefði verið um Oddný Harðardóttur. „Það hvarflar ekki að þeim að tala svona um þingkarla. Pælið í því. Það er þetta sem mér þykir svo glatað.“ Helga sagðist ekki ætla að segja til um hvort henni fyndist þingmennirnir eiga að segja af sér eða ekki. Willum sagðist heldur ekki ætla að tjá sig um það hvort þetta væri tilefni til afsagnar. Báðum þótti þeim það erfitt. „Þetta er dæmigerð hrútasamkoma sem fer úr böndunum.“ Hvorugt vildi kveða upp þann dóm að þingmennirnir ættu að segja af sér. Ef litið væri til nágrannalandanna væri þó ljóst að stjórnmálafólk hefði sagt af sér við minna tilefni.Hlusta má á samtal Willum og Helgu í Bítinu á Bylgjunni hér að neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16 Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 „Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16 Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32 Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Formaður Samfylkingarinnar segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. 28. nóvember 2018 21:16
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
„Maður hefur svona á tilfinningunni að ég sé allt í einu orðin aðalleikarinn í House of Cards“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki taka það nærri sér að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins hafi kallað hana "húrrandi klikkaða kuntu.“ 29. nóvember 2018 08:16
Gunnar Bragi annar í orði en á barborði Utanríkisráðherrann þáverandi talaði um að breyta þyrfti hugsunarhætti karlmanna í búningsklefanum og rakarastofunni. 28. nóvember 2018 23:32
Bergþór biðst afsökunar Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að svo virðist sem hann hafi notað orðfæri honum framandi á hótelbar í liðinni viku. 29. nóvember 2018 01:01