Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræddi meðal annars um friðlýsingar á Umhverfisþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg. Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
„Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira