Enski boltinn

Sigur City gerir út um titilvonir United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bernardo Silva
Bernardo Silva vísir/getty
Sigri Manchester City nágranna sína í Manchester United í dag verða titilvonir United að engu. Þetta segir miðjumaðurinn knái í liði City Bernardo Silva.

Portúgalinn hefur spilað stórt hlutverk í liði City til þessa sem situr ósigrað á toppi deildarinnar tveimur stigum á undan Chelsea, Liverpool og Tottenham.

„Hversu mörgum stigum er United á eftir okkur? Ég held þau séu níu. Ef við horfum á toppbaráttuna eins og hún er, ef þeir eru nú þegar níu stigum á eftir okkur þá er mun erfiðara fyrir þá að berjast um titilinn heldur en fyrir Liverpool, Chelsea, City eða jafnvel Tottenham og Arsenal,“ sagði Silva við Mirror.

„Ég segi þetta ekki afþví að United sé ekki nógu gott lið, heldur því þeir eru nú þegar í mjög erfiðri stöðu.“

„Það verður enn erfiðara ef þeir lenda 12 stigum á eftir okkur, svo við viljum auðvitað að það gerist. Við viljum vinna leikinn, ekki bara til þess að auka bilið á United heldur líka til að halda toppsætinu. Við viljum halda forystunni á toppnum.“

Leikur Manchester-liðanna hefst klukkan 16:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×