Svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að gera liðskiptiaðgerðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 15:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sat fyrir svörum á þingi í dag. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund. Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund.
Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04