Svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að gera liðskiptiaðgerðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 15:53 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, sat fyrir svörum á þingi í dag. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund. Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, svaraði því ekki hvort að einkaaðilar fái að koma að liðskiptiaðgerðum hér á landi í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spurði ráðherrann út í biðlista eftir aðgerðum á heilbrigðisstofnunum og vitnaði í tölur sem hann hafði fengið frá landlækni þess efnis. Þannig væru 2300 manns að bíða eftir ýmsum aðgerðum og þar af væru 1200 sem hefðu beðið lengur en í þrjá mánuði. Þá hefðu alls 700 manns beðið lengur en þrjá mánuði eftir því að komast í liðskiptiaðgerð.Sjá einnig:Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Þorsteinn spurði ráðherrann meðal annars hvaða tillögur hún hefði til að stytta biðlistana við aðra umræðu fjárlaga. Svaraði Svandís því til að um áramót lyki sérstöku átaksverkefni sem var sérstaklega ætlað að styta biðlista. Það væri hins vegar svo að í fjárlögum næsta árs væri sú upphæð, alls 900 milljónir króna, fest sérstaklega í ramma fjárlaga. Þorsteinn hafði bent á að hægt væri að gera liðskiptiaðgerðir á einkastofum svo stytta mætti biðlistana og lina þannig þjáningar fólks. Í seinni fyrirspurn sinni spurði þingmaðurinn ráðherra hvort til stæði að hleypa einkaaðilum að borðinu í liðskiptiaðgerðum. Ráðherrann kom í pontu en svaraði ekki spurningu þingmannsins um einkaaðila og liðskiptiaðgerðir. „Það er talið, miðað við samanburðarlöndin sem við erum að jafnaði að bera okkur saman við, að varðandi augnsteinaaðgerðir og aðrar þær aðgerðir sem háttvirtur þingmaður nefnir, utan liðskiptiaðgerðir, að þá séum við búin að ná ásættanlegum árangri samanborið við löndin í kringum okkur,“ sagði Svandís. Þorsteinn hafði meðal annars sagt í ræðu sinni að þúsund manns væru á biðlista eftir augnsteinaaðgerð og að þúsund manns biðu eftir að komast á Reykjalund.
Alþingi Tengdar fréttir Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. 11. maí 2017 18:30
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04