Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2017 18:30 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar. Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar.
Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04