Telur greiðslu á aðgerðum erlendis illa meðferð skattfjár Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. maí 2017 18:30 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar. Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé ekki góð nýting á fjármunum að senda sjúklinga til útlanda í aðgerðir á kostnað skattgreiðenda þótt þeir eigi rétt á því samkvæmt Evróputilskipun um bið eftir aðgerðum. Hafi sjúklingur í ESB eða EES-ríki þurft að bíða 90 daga eða lengur á biðlista eftir lækningu getur hann farið til annars ríkis EES-svæðinu fengið meðferð þar og síðan sent reikninginn til ríkissjóðs í heimalandinu. Þessi tilskipun var innleidd í lög hér á landi og á grundvelli hennar hefur stór hópur sjúklinga leitað sér lækninga erlendis á kostnað skattgreiðenda. Síðast í þessari viku fóru fimm sjúklingar ásamt fylgdarmönnum á vegum Klíníkurinnar í Ármúla til Halmastad í Svíþjóðar í liðskiptiaðgerðir. Biðtími eftir liðskiptiaðgerðum á Landspítalanum er núna 6,2 mánuðir eftir að hafa verið 15 mánuðir í fyrra. Sú öfugsnúna staða er uppi í heilbrigðiskerfinu að á meðan 658 sjúklingar bíða eftir að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum fara aðrir út á kostnað skattgreiðenda á grundvelli biðtímatilskipunarinnar. Allur kostnaður er greiddur. Meðferðarkostnaður, flug, uppihald og kostnaður vegna aðstoðarmanns samkvæmt bréfi Sjúkratrygginga Íslands til Klíníkurinnar og eins sjúklinganna sem fór í aðgerð í Halmstad. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það sé stjórnvalda að svara því hvort kerfið sé gott því tilskipunin var innleidd hér í lög vegna skuldbindinga Íslands samkvæmt EES-samningnum. Hann telur það hins vegar ekki góða meðferð skattfjár að þessar aðgerðir séu gerðar erlendis. „Við teljum að það sé ekki góð nýting á fjármunum að fólk fari erlendis í aðgerðir sem það á að geta farið í hér. Við teljum reyndar einnig að það sé heppilegri og betri nýting fjármuna að efla sérhæfða þjónustu og aðgerðir á Landspítalanum. Við erum að sinna sólarhingsþjónustu og bráðaþjónustu. Við verðum alltaf að sinna þessari þjónustu. Það er ekki gott í okkar litla landi að vera að dreifa þessari sérþekkingu mjög víða,“ segir Páll. Sjötíu manns bætast á biðlista eftir liðskiptiaðgerðum í hverjum mánuði. Þessi fjöldi mun bara aukast á næstunni vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og breyttrar aldursamsetningar hennar.
Tengdar fréttir Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45 Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Alls bíða 658 eftir aðgerð meðan aðrir fara út á kostnað ríkisins Alls bíða nú 658 eftir því að komast í liðskiptiaðgerð á Landspítalanum. Raunverulegur flöskuháls felst í skorti á legurýmum og aðskilnaði milli skurð- og bráðadeilda á Landspítalanum að mati fyrrverandi forstjóra spítalans. 10. maí 2017 18:45
Fer með sjúklingana til Svíþjóðar vegna skorts á samningi en ríkið borgar Hópur Íslendinga fór í dag á vegum Klíníkurinnar í liðskiptiaðgerðir á einkasjúkrahúsi í Svíþjóð. Allur kostnaður vegna aðgerðanna verður greiddur af Sjúkratryggingum Íslands en stofnunin var ekki tilbúin að greiða fyrir nákvæmlega sömu aðgerð hér á landi hjá Klíníkinni í Ármúla. Dæmi um hvað kerfið er öfugsnúið, að sögn læknis sem framkvæmdi aðgerðirnar. 9. maí 2017 18:04