Swatting: Játar að hafa sigað lögreglunni á saklausan mann sem var skotinn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 14:15 Tyler Barris var færður fyrir dómara í gær þar sem hann játaði. AP/Bo Rader Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tyler Barris hefur játað fyrir dómi að hafa sigað lögregluþjónum á saklausan mann vegna deilna í tölvuleik. Hinn 28 ára gamli Andrew Finch var skotinn til bana af lögregluþjónum, eftir að þeir höfðu fengið símtal þar sem Barriss sagðist búa á heimili Finch og sagðist hafa skotið föður sinn til bana og halda öðrum fjölskyldumeðlimum sínum í gíslingu. Þá sagðist hann hafa helt bensíni um húsið og að hann ætlaði sér að kveikja í því. Lögregluþjónar fóru því á vettvang og bjuggust við því að koma að hættulegum og vopnuðum manni sem væri með fólk í gíslingu. Atvik sem þessi kallast „Swatting“ og þykja tíð í Bandaríkjunum. Barris hafði þó gefið lögreglunni upp rangt heimilisfang, því Finch kom deilunum sem leiddu til símtalsins til lögreglunnar ekkert við. Barris var beðinn, af vini sínum sem heitir Casey Viner, um að siga lögreglunni á Shane Gaskill, sem hafði verið að deila við Viner um veðmál í Call of Duty leik. Gaskill plataði þá Viner og Barris þó og lét þá fá gamalt heimilisfang, þar sem Andrew Finch bjó en hann átti tvo börn.Sjá einnig: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of DutyÞegar ljóst var að lögreglan hefði skotið Finch til bana eyddu Barris, Viner og Gaskill öllum skilaboðum sín á milli.Atvik þar sem lögreglunni er sigað á fólk þykja mjög algeng í Bandaríkjunum.Getty/OnfokusBarris játaði einnig að hafa hringt inn sprengjuhótanir gegn skólum, verslunarmiðstöðvum, höfuðstöðvum Alríkislögreglu Bandaríkjanna og Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Hann á yfir höfði sér minnst tuttugu ára fangelsisvist. Dómsuppkvaðning fer fram þann 30. janúar. Enn er ekki búið að rétta yfir Viner og Gaskill vegna málsins. Saksóknarar í Witchita í Kansas, þar sem Finch bjó og var skotinn til bana, ákváðu að ákæra ekki lögregluþjóninn sem skaut hann. Sú ákvörðun var tekin með tilliti til þess að lögregluþjónarnir töldu Finch vera vopnaðan og hættulegan. Lögregluþjónar töldu Finch vera að teygja sig í byssu þegar hannn var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband frá BBC þar sem meðal annars má heyra má hluta af símtali Barris til Neyðarlínunnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fórnarlamb „swatting“ brast í grát „Tíu löggur miðuðu byssum á bróður minn.“ 12. febrúar 2015 15:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Sjá meira