Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 16:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“ Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“
Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16