Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Vísir/GVA Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi. Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi.
Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Sjá meira
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16