Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 22. febrúar 2015 19:30 Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Vísir/GVA Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi. Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir að Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í gær beri með sér að Davíð Oddsson sé að kalla eftir því að allt verði dregið fram í dagsljósið varðandi símtal hans og Geirs H. Haarde um Kaupþingslánið. Hann segir skrifin rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. Jón segir jafnframt að lokaákvörðun um Kaupþingslánið hafi verið hjá bankastjórum Seðlabankans og að ábyrgðin sé þeirra samkvæmt lögum. Hann segir að Davíð Oddsson sé að gera Geir H. Haarde meðábyrgan í láninu til Kaupþings en ábyrgðin sé bankastjóranna. „Ég held að það sé mjög eðlilegt að þeir hafi haft samráð við stjórnina en hin formlega og ábyrga ákvörðun er eftir sem áður ákvörðun bankans,“ segir Jón. Már Guðmundsson seðlabankastjóri tekur í sama streng og segir að jafnvel þótt ríkisstjórnin hefði beitt þrýstingi bæri bankastjórnin ábyrgðina. „Það er alveg ljóst að samkvæmt Seðlabankalögum, þá er það Seðlabankinn sem tekur ákvörðun um þessi lán,“ segir Már. „Hann getur haft allskonar samráð og hlustað á allskonar hugmyndir en að lokum ber hann ábyrgð á verknaðnum.“ Jón segir að Reykjavíkurbréfið veki um ýmsar spurningar og að þetta geti ekki verið lokaorðið. Það sé verið að kalla eftir því að símtalið verði birt sem og öll gögn málsins. Már Guðmundsson telur það óþarft en segir að ákvörðunin sé ekki á valdi bankans. Símtalið hafi verið tekið upp að forsætisráðherra forspurðum. Hann hafi tekið þá ákvörðun að leyfa ekki birtingu til að skapa ekki fordæmi.
Tengdar fréttir Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16