Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:16 Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21
Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00