Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:16 Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21
Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00