Óskar eftir því að Seðlabankinn krefji Kaupþing um svör um Kaupþingslánið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 16:04 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“ Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst óska eftir því við Seðlabanka Íslands að bankinn óski eftir svörum frá Kaupþingi um ráðstöfun 500 milljóna evra neyðarláns sem Kaupþing fékk frá Seðlabankanum þann 6. október 2008. Þetta kemur fram í svari Katrínar við skriflegri fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar, um Kaupþingslánið. Þingmaðurinn spurði hver hefði tekið ákvörðunina um lánið, hvernig Kaupþing hefði ráðstafað fjármununum og hverjar innheimtur Seðlabankans hafa verið af láninu. Forsætisráðherra beindi spurningum þingmannsins til bankans sjálfs sem koma svo fram í svari ráðherrans. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÍ svari Seðlabankans kemur fram að bankastjórn hafi tekið ákvörðunina um að veita lánið. Þá segir að bankinn hafi ekki heildstæðar eða áreiðanlegar upplýsingar um hvernig Kaupþing ráðstafaði fénu og segir að slíkri fyrirspurn verði því að beina til Kaupþings. Þá eru innheimtur lánsins í dag tæplega tveir milljarðar danskra króna. „Það samsvarar um 260 milljónum evra eða 52% af upphaflegu láni. Ekki liggur fyrir endanleg niðurstaða um endurheimtur og líklegt að eitthvað innheimtist í viðbót. Það eru hins vegar mjög ólíklegt að það verði í þeim mæli að endurheimtuhlutfallið hækki umtalsvert. Þess skal að lokum getið að Seðlabankinn hefur um nokkra hríð unnið að skýrslu um tildrög og eftirmál þrautavaralánveitingar til Kaupþings hf. og er vonast til að svigrúm verði til að ljúka því verki á þessu ári,“ segir í svörum Seðlabankans. Geir H. Haarde og Davíð Oddsson.Vísir/Anton BrinkLán Seðlabankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett hefur löngum verið umdeilt. Þannig sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að hann teldi sig hafa verið blekktan til þess að veita lánið. Féð hefði farið í eitthvað annað en til stóð. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, furðaði sig á þeim ummælum Geirs og benti á grein Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra bankans, þar sem hann lýsti því að allt féð hefði verið nýtt til þess „að tryggja aðgang viðskiptavina bankans í fjölmörgum löndum Evrópu að bankainnistæðum sínum, tryggja aðgang dótturbanka Kaupþings í Evrópu að lausafé og mæta veðköllum bankans vegna fjármögnunar hans og viðskiptavina hans á verðbréfum hjá alþjóðlegum bönkum í Evrópu.“
Alþingi Hrunið Tengdar fréttir Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30 Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30 Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Sjá meira
Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Seðlabanki Íslands segir að gengið hafi verið hjá FIH bankanum í Danmörku sama dag og Kaupþingslánið var veitt, 6.október, 2008. 17. október 2014 19:30
Fyrrverandi seðlabankastjóri: Bankastjórnin ber ábyrgðina á Kaupþingsláninu Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir skrif Davíðs Oddsonar rugla umræðuna og ekki verði látið þar við sitja. 22. febrúar 2015 19:30
Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings, segir Davíð Oddson í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. 21. febrúar 2015 13:16