Innlent

Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp

Atli Ísleifsson skrifar
Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum.
Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. vísir/vilhelm
Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum.

Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri.

Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021.

Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.

Berist fyrir 28. nóvember

„Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti.

Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×